Ferðskrifstofan Urval Utsyn

Mallorca

Úrval Útýn býður upp á vikulegt flug í sumar frá 17. maí til 27. sept með Lux Air Boeing 737-800. Mallorca hefur lengi verið einn af vinsælustu áfangastöðum Íslendinga og nú gefst loks tækifæri að heimsækja þessa dásamlegu eyju á ný. 

Einstök eyja

Mallorca er miklu meira heldur en bara sólarströnd, hún er einn vinsælasti áfangastaður sólarlandafara í Evrópu. Kosturinn við Mallorca er náttúrufegurðin,  afviknar strendur og smábæjir heimamanna auk þess er mikið úrval afþreyingar fyrir alla aldurshópa.

Borgin Plama er ekta spænsk borg, gotneska dómkirkjan sem var reist á miðöldum er helsta kennileiti Palma. Gamli bærinn er heillandi með sínar þröngu götur, torg, tapasstaðir og fjölbreyttar verslanir. Aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð er frá Playa de Palma til stórborgarinnar Palma.

Playa de Palma

Við Palma flóann, Örskammt austan við höfuðborgina Palma er Playa de Palma, fullkomin umgjörð um ógleymanlegt sumarfrí. Playa de Palma sameinar alla bestu kosti sólarstaða á einstakan hátt. Ströndin er sú lengsta á Mallorca og verslanir,veitingahús og kaffihús standa í röðum við strandgötuna og aðalgötu bæjarins.

Meðfram ströndinni liggur hellulagður göngustígur sem auðvelt er að hjóla og ganga þar sem allt er svo slétt. Strandgatan iðar af mannlífi mest allan sólarhringinn. Kvöld og næturlífið er fjölbreytt og fjörugt.

Playa de Palma er sambyggð El Arenal og er þetta svæði samfelldur og litskrúðugur skemmtana og afþreyingabær, hvort heldur sem menn vilja skemmta sér á þýsku kránum við Callae de la Cerveza (Bjórstrætið) fara á diskótek eða njóta sólarlagsins á einhverjum af hinum fjölmörgu útiveitingastöðum og börum meðfram ströndinni. Við aðalgötuna og strandgötuna eru dansstaðir með lifandi tónlist.

Í El Arenal er vatnsleikjagarðurinn Aqualand, sá stærsti á Mallorca. Í aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð er heimsborgin Palma með sínu glaðværa götulífi, frábærum veitingastöðum og verslunum. Auðvelt er að komast til Palma með strætisvögnum eða leigubílum.

Palmanova

Palmanova er fallegur strandbær á suðurströnd Mallorca. Strandgatan í Palmanova setur mikinn svip á bæjarbraginn, með kaffi- og veitingahús á aðra hönd en ylvolgan sandinn á hina. Ströndin á Palmanova er ein sú besta á Palma flóanum með skínandi hvítar sandstrendur.

Leiktæki bíða barnanna við ströndina og íþróttasvæðið á staðnum er hreint frábært, með tennisvöllum, fótboltavöllum og aðstöðu til hvers kyns íþróttaiðkunar. Undan landi má sjá báta af öllum stærðum og gerðum. Portals Nous er óvenju falleg smábátahöfn, prýdd lystisnekkjum frá öllum heimshornum, það er ógleymanleg og rómantísk upplifun að eiga þar kvöldstund í góðum félagsskap.Stutt er til Magaluf þar sem mikið líf og fjör er á kvöldin og er diskótekið BCM mörgum kunnugt sem heimsókt hafa eyjuna.

Santa Ponsa

Santa Ponsa þekkja margir Íslendingar, Palma Nova og Magaluf eru í 10 mín fjarlægt frá Santa Ponsa og 20 km eru í höfuðborgina Palma. Fallegt umhverfi með góðum hótelum, líflegt götulíf, veitingastaðir og verslanir eru á hverju strái meðfram ströndinni sem er full af lífi og fjöri yfir ferðamannatímann. Hvít sandströndin er löng og breið og mjög barnvæn. Stutt er í golfvelli, vatnagarða og Marineland. Santa Ponsa er tilvalin fjölskyldu staður þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Porto Cristo

Porto Cristo er heillandi strandbær á austurströnd Mallorca þar sem ein blómlegasta perluframleiðsla svæðisins fer meðal annars fram. Falleg smábátahöfn prýðir bæinn og þar er dýrðlegt að ganga um og skoða mannlífið og fiskibátana. Hinir víðfrægu og einstaklega fallegu Drekahellar eru skammt frá Porto Cristo sem og Safari Zoo dýragarðurinn og innan við klukkutíma akstur er til Palma.

Nóg að gera

Það leiðist engum á Mallorca. Þar eru frábærar sandstrendur sem eru sérlega hreinar og öll aðstaða og þjónusta er til fyrirmyndar. Einnig eru fjölbreyttir veitinga- og skemmtistaðir og mörg góð diskótek. Hægt er að finna fína dansstaði og dilla sér langt fram eftir nóttu. Nokkrar Go-Kart brautir eru á eyjunni og hægt er að skella sér í golf og tennis ef svo ber undir. Hægt er að leigja sér reiðhjól og fara í lengri eða styttri hjólreiðartúra. Þó nokkrir vatnagarðar eru á eyjunni má þar nefna Aqualand, Western Park og Wave House.

Verslunarparardís

Fyrir þá sem vilja sameina verslun og sólbað þá er Mallorca sannkölluð verslunarparadís og er verðlag hagstætt. Í borginni eru verslanir á heimsmælikvarða m.a fataverslanir og stórverslanir eins og El Corte Ingles, og spænsku merkin Zara, Mango og Desigual ásamt H&M . Mikið úrval af leðurvörum og innlendum hönnuðum sem bjóða upp á það nýjasta. Verslunarmiðstöðin Porto Pi er yfir 140 verslanir með fjölbreyttu úrvali verslana og veitingastaða.

Flugkostur

Flogið verður með Lux Air í Boeing 737-800 vél 186 sæti. Innifalið er létt köld máltíð og óáfengur drykkur. Heyrnatól eru líka innifalin þannig allir geta notið flugsins og horft á kvikmynd sem sýnd er á meðan fluginu stendur. Tollfrjáls sala um borð. Farangurinn er að sjálfsögðu innifalinn í verðinu 1 taska pr mann 20 kg og 7 kg í handfarangri.

Kort af svæðinu

Ekki missa af…

Aqualand
Vatnsrennibrautagarðar af bestu gerð, mikið líf og fjör fyrir alla fjölskylduna

La Lonja
Fjölbreyttir veitingastaðir og barir í hjarta Palma borgar

Abaco
Sá frægi ávaxtabar í La Lonja

Marineland
Skemmtilegur sædýragarður í Portals Nous

La Granja
Frábært byggðasafn í fallegu umhverfi skammt frá Valldemossa

The House Of Katmandu
Skemmtigarður

Drekahellarnir
Við Cala Millor eru þess virði að heimsækja

Valldemosa
LaGranja klaustrið La Real Cartuja