Ferðskrifstofan Urval Utsyn

Tenerife

FEGURST ALLRA Á KANARÍ!

Tenerife er sannkölluð paradís fyrir vandláta ferðalanga. Eyjan tilheyrir Kanaríeyjaklasanum en nýtur afgerandi sérstöðu fyrir einstakt náttúrufar og veðursæld, hreinleika og frábæran aðbúnað. Á eyjunni miðri rís hið tignarlega Pico del Teide 3.718 metra upp úr Atlantshafinu - hæsta fjall Spánar. Úrval Útsýn býður upp á vinsælustu ferðamannabæina á suðurhluta Tenerife; Playa de las Américas og Costa Adeje.

Spennandi afþreying í boði

Á daginn þarf enginn að láta sér leiðast, enda nóg við að vera fyrir unga jafnt sem aldna. Til að mynda er stærsta go-kart braut Evrópu og motor-cross braut, rétt fyrir utan bæina. Allir verða að heimsækja einn glæsilegasta vatnsrennibrautagarð Evrópu, Siam Park. Glæsilegar rennibrautir og fjölbreytt afþreying þar sem þú getur m.a. rennt þér niður 28 metra rennibraut í nánast frjálsu falli sem endar með ferð í gegnum hákarlabúr! Á ströndinni er mikið úrval vatnaíþrótta - sjóskíði, bananabátar, siglingar og köfun við nánast hverja strönd. Hægt er að gera sérlega góð kaup í verslunarmiðstöðvum undir berum himni eða fara á útimarkaði í spænska bænum Los Cristianos eða á Costa Adeje.

EINSTAKT NÁTTÚRUFAR

Tenerife er fögur og heillandi og hefur Margt að bjóða. Eyjan er sú stærsta af Kanaríeyjunum og sker sig úr fyrir einstakt náttúrufar, veðursæld, hreinleika og góðan aðbúnað.

Tenerife er ein af sjö eyjum og liggur um 300 km út af ströndum Afríku. Tindurinn Teide, hæsta fjall Spánar, rís á miðri eyjunni og veldur því að loftslag er mismunandi á norður- og suðurhlutanum

Loro Parque

Norðanmegin er náttúran fjölbreyttari og gróðursælli. Stórir furuskógar, bananaplantekrur og mikið blómahaf. Þar er Loro Parque dýragarðurinn sem hýsir eitt stærsta safn heims af páfagaukum og mörgæsum, "fiskabúr" yfir 3.000 tegundir sjávardýra, tígrisdýr, górillu og krókódíla frá Afríku.

Úrvals gistingar

Í suðurhlutanum þar sem við erum með okkar gististaði skín sólin nánast alla daga ársins og þar er vinsælast að vera. Meðalhiti er 20-22°C en á svalari dögum fer hitinn vart undir 15°C og fer sjaldan yfir 30°C. Santa Cruz er höfuðborgin og telur liðlega 225.000 íbúa. Borgin er gróðursæl og iðar af lífi. Kaffihús, veitingastaðir, göngugötur og fjölmargar verslanamiðstöðvar gera heimsókn til borgarinnar notalega og umfram allt skemmtilega

KORT AF SVÆÐINU

Gott að vita...
Handbók Tenerife...

Kynntu þér Tenerife með því að lesa handbók okkar um staðinn.

Ekki missa af...

Takið endilega bílaleigubíl og akið um þessa fallegu eyju eða farið í skoðunarferðir með leiðsögn fararstjóra.