Ferðskrifstofan Urval Utsyn

Kanarí

SÆLUSTAÐUR Í VETUR!

Íslendingar sækja til Kanarí allan veturinn. Eyjan hefur verið vinsælasti vetraráfangastaður Íslendinga undanfarna áratugi. Flestir fara aftur og aftur enda erfitt að finna betri stað fyrir vetrarfríið. Loftslag Kanaríeyja hentar Íslendingum vel, það er ekki of heitt og ekki of kalt, heldur stöðugur og þægilegur andvari. Fallegir strandbæir liggja meðfram sjónum sem kafarar, brimbrettafólk og baðgestir sækja í. Á kvöldin kviknar næturlíf þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, allt frá diskótekum til rólegra og huggulegra kráa. Á Kanaríeyjum er líflegt að vera. Á daginn má rölta niður á strönd eða kíkja í einhverja af þeim fjölmörgu verslunarmiðstöðum, börum og kaffihúsum sem eru á eyjunni. Einnig má spila golf á afbragðs golfvöllum.

Þegar dimma tekur er fjölbreytt skemmtanalíf í boði, diskótek og barir af öllum stærðum og gerðum. Algengt er að ómur frá lifandi tónlist berist frá krám og veitingastöðum

Enska ströndin

Enska ströndin, eða Playa del Ingles, er staðurinn sem Íslendingar hafa valið í gegnum árin. Nafnið á bæði við ströndina og bæinn, sem Íslendingarnir elska. Ströndin teygir sig til San Augustin í austri og Maspalomas í vestri. Góð gönguferð er út í vitann í Maspalomas og sandöldurnar freistra margra. Íbúðir og hótel eru í hundraða tali og allir þekkja verslunarkjarnana Yumbo Center, Kasbah, Cita og Faro 2.

Verslanir, barir, kaffihús og veitingastaður eru út um allt og algengt að heyra íslensku talaða á öðru hverju götuhorni. Úrval afþreying fyrir alla aldurshópa. Útskriftarhópar og eldriborgar, fjölskyldur og útivistarfólk - allir finna eitthvað við sitt hæfi

Maspalomas

Maspalomas svæðið er orðið sambyggt Ensku ströndinni að vestan. Mikil áhersla hefur verið lögð á tengingu við náttúruna með lágreistum húsaþyrpingum, fallegum sundlaugagörðum og áherslu á sameiginlega aðstöðu á gististöðunum.

Ströndin á Maspalomas er stór og þekkt fyrir mikla og sérstæða sandhóla sem gerir ströndina sérlega skemmtilega til fjölbreyttrar útiveru. Andrúmsloftið er afslappað og í verslanamiðstöðinni Faro 2 er gott úrval verslana og veitingastaða. Vinsæll golfvöllur er á Maspalomas, tívolí og ýmislegt fleira til afþreyingar í fríinu. Við vitann (Faro) er úrval veitingastaða, verslana og öldurhúsa.

San Agustin
San Agustin má segja að sé sambyggt Ensku ströndinni að austanverðu en þar bjóðum við gistingu á glæsielgum hótelum á borð við Hótel Costa Canaria . Góð gönguleið er meðfram ströndinni að Ensku ströndinni. Í San Agustin má finna fjöldann allan af góðum veitingahúsum og spilavítum.

PUERTO DE MOGÁN - LITLU FENEYJAR Á KANARÍ

Puerto de Mogán, oft þekkt undir nafninu litlu Feneyjar, er lítill bær í 25 mínútna fjarlægð frá Ensku ströndinni. Bærinn, sem þekktur er fyrir besta veðrið á Kanaríeyjum, byggist upp frá höfninni með litríkum lágreistum húsum en ekkert þeirra er hærra en þriggja hæða. Við húsin eru einstaklega fallegir garðar með miklu blómahafi.

Höfnin er stórglæsileg með fjölda girnilegra veitinga- og kaffistaða með aðstöðu til að borða undir berum himni og nóta útsýnis yfir smábátahöfnina og mannlífið. Á kvöldin er hægt að fara í rómantíska göngu og njóta sólarlagsins.

Við hliðina á höfninni er lítil falleg strönd þar sem hægt er að leigja sólbekki. Farþegar sem dvelja í Puerto de Mogán eru á eigin vegum. Akstur til og frá flugvellinum er ekki í boði og fararstjórar koma ekki í hótelheimsóknir.

PUERTO RICO - FRIÐSÆLL BÆR Á KANARÍ

AF MÖRGUM TALINN VEÐURSÆLASTI STAÐUR EYJUNNAR
Puerto Rico er í lítilli fallegri vík, á suðvesturhluta Gran Canaria. Staðsetningin hefur þau áhrif að veðurfarið er mjög stöðugt allt árið um kring. Við smábátahöfnina er urmull af veitingahúsum þar sem notalegt er að sitja, fá sér hressingu og horfa á smábátaeigendur njóta lífisins. Ströndin í Puerto Rico er lítil og afar vinsæl jafnt hjá heimamönnum sem gestum. Eftir nokkurra ára hlé bjóðum við gistingu á þessum fallega stað, sem þegar er orðinn Íslendingum vel kunnur. Æ fleiri sækjast eftir að dvelja í þessum litla friðsæla bæ

KORT AF SVÆÐINU

Gott að vita...
Skoðunarferðir

Skelltu þér í skoðunarferð með fararstjóra okkar...

Bílaleiga...

Leigðu þér bíl á Kanarí.

Ekki missa af...

Gaman er að aka til Aruca, en þangað tekur aðeins eina klst að aka frá Ensku ströndinni. Þar er fallega dómkirkja og rommverksmiðja sem gaman er að líta inn í .