Ferðskrifstofan Urval Utsyn

Kanarí

SÆLUSTAÐUR ÍSLENDINGA FYRIR VETRARFRÍ

Íslendingar hafa sótt í strendur Gran Canaria áratugum saman og hefur eyjan verið einn vinsælasti vetraráfangastaður Úrvals Útsýnar. Betri stað í vetrarfríi er erfitt að finna hvort sem er fyrir unga sem aldna. Stöðugt hitastig, þægilegt loftslag og stórbrotið landslag heilla alla! 
 
Í vetur fljúgum við til Kanarí í morgunflugi (9:30) með Icelandair. Úrval gistimöguleika í boði og hin dásamlega Kristín Tryggvadóttir verður sem áður fararstjóri á Kanarí.
 
Á Kanaríeyjum er líflegt að vera. Þar er að finna eitthvað fyrir alla, hvort sem er að labba niður við strönd eða sóla sig við sundlaugina. Njóta góðrar máltíðar saman á einu af fjölmörgu veitingarhúsum Eyjunnar. Á Kanarí er fjölbreytt afþreyging og skemmtun fyrir krakka og fjölmargar verslunarmiðstöðvar. 

ENSKA STRÖNDIN
Enska ströndin, eða Playa del Ingles, er aðalstaðurinn. Nafnið á bæði við um ströndina og bæinn. Ströndin teygir sig til San Augustin í austri og Maspalomas í vestri. Góð gönguferð er út í vitann í Maspalomas og sandöldurnar freistra margra. Allir þekkja verslunarkjarnana Yumbo Center, Kasbah, Cita og Faro 2.

Enskastrondin

Úrval íbúðagistingar og hótela á verði við allra hæfi
Á Ensku ströndinni erum við með eftirfarandi gistingar: 
Barbacán Sol**** - frábær gisting fyrir allar fjölskyldur
Hotel IFA Catarina**** - góður kostur fyrir barnafjölskyldur
Hotel IFA Dunamar**** - góð gisting fyrir alla
Bungalows Parque Cristobal*** - frábært fyrir barnafjölskyldur  
Eugenia Victoria*** - fyrir alla, mikið um að vera í garðinum! 
Apartmentos Teneguia** - gisting fyrir fullorðna
Jardin del Atlantico** - gisting fyrir fullorðna
Los Arcos*** - góð bungalow gisting
Roque Nublo** - klassísk kanaríeyjagisting 

MASPALOMAS
Maspalomas svæðið er orðið sambyggt Ensku ströndinni að vestan. Mikil áhersla hefur verið lögð á tengingu við náttúruna með lágreistum húsaþyrpingum, fallegum sundlaugagörðum og áherslu á sameiginlega aðstöðu á gististöðunum. Ströndin á Maspalomas er stór og þekkt fyrir mikla og sérstæða sandhóla sem gerir ströndina sérlega skemmtilega til fjölbreyttrar útiveru. Við vitann (Faro) er úrval veitingastaða, verslana og öldurhúsa. 

Maspalomas

Á Maspalomas svæðinu erum við með eftirfarandi gistingar:
Hotel Dunas Mirador 4ra stjörnu hótel - gott fjölskylduhótel
Maspalomas Princess 4ra stjörnu hótel - gott fjölskylduhótel
Lopesan Boabab 5 stjörnu lúxus - frábært hótel fyrir alla!

Á Meloneras svæðinu erum við með eftirfarandi gistingu:
Hotel Gran Villa Del Conde 5 stjörnu lúxus
 

ÚRVALSFÓLK - ferðalög og frábær félagsskapur
Í ferð með Úrvalsfólki er hópurinn samstæður og þú nýtur samvista við jafnaldra, vini og kunningja. Skemmtanastjóri er með í ferðum og skipuleggur fjölbreytta dægradvöl, t.d. leikfimi, spilavist, út að borða, dans og skemmtikvöld.  

KORT AF SVÆÐINU

Flugtími: 5:30
Tímamismunur: Enginn
Farangursheimild: Icelandair
Meira gott að vita HÉR 
Mundu að bóka akstur
Skoðunarferðir 
Golf á Kanarí