Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Albír

Ljúfi smábærinn Albír ! 

  • Flugtími: 4+ 
  • Flugvöllur: Alicante Airport
  • Sólarstundir: 11-13
  • Meðalhiti: 18-25 °C
  • Tungumál: spænska
  • Gjaldmiðill: Euro (€)
  • Staðartími: GMT 

VINSÆL HÓTEL HJÁ OKKUR:

Albir Playa****

25494 Piscinapicadoalbirplayahotel029jpg

Hotel Kaktus****

 27438 2972147702152C3727b7bjpg

Hotel Sun Palace Albir****

27610 Hotelsunpalace47e1427198411756jpg

 

VINALEGUR SMÁBÆR VIÐ STRÖNDINA

Öll fjölskyldan tekur ástfóstri við þennan stað frá fyrsta degi. Aðdráttarafl bæj­arins er einstakt og sólríkt andrúmsloft heillar þá sem vilja eiga friðsæla daga. Hér er auðvelt að njóta lífsins. Góð kaffihús, girnilegur matur, líflegar krár, verslanir og alltaf nóg við að vera.

Ströndin í Albir er samblanda af sandi og steinvölum og hentar vel til sól- og sjóbaða. Fyrir þá atorkusömu er kjörið að ganga, skokka eða jafnvel renna sér á línuskautum á göng­u­stígn­um sem liggur meðfram ströndinni að hinu fallega þorpi Altea sem teygir sig frá sjónum og upp í hlíðarnar fyrir ofan. Albír er á Costa Blanca ströndinni, í 50 km fjarlægð frá Alicante og skammt frá Benidorm. 


FJÖLSKYLDU- OG SKEMMTIGARÐAR

Rétt ofan við Albir er Terra Mitica, nýr og glæsilegur fjölskyldu- og skemmtigarður. Í garðinum er fjöldi leiktækja, glæsilegra veitingastaða og hápunkturinn fyrir þá hugrökku er svo stórkostlegasti rússíbani Spánar.

Aqualandia er fallegur og tilkomumikill vatnsskemmtigarður fyrir alla fjölskylduna og Mundomar er sædýragarður með höfrunga- og sæljónasýningum.

Hotel Kaktus Albir

Hótel Kaktus er mjög gott 4ra stjörnu hótel. Hótelið var opnað í júní 2003 og er á besta stað í Albir, alveg á ströndinni með miðbæ Albir og listamannabæinn Altea í seilingarfjarlægð. Fallegur garður með sundlaug og sólbaðsaðstöðu. Á þaki hótelsins er einnig sundlaug. 

Lesa meira

Albir Playa Albir

Gott 4ra stjörnu hótel í Albir ca 1 km frá fallegri ströndinni í Albir og aðeins nokkra kílómetra frá Benidorm og Altea. Glæsileg heilsulind og í gróðursælum garðinum er stór sundlaug og ljómandi aðstaða til sólbaða.

Lesa meira

Hotel Sun Palace Albir Albir

Hotel Sun Palace Albir er mjög gott 4ra stjörnu hótel staðsett u.þ.b. 1 km frá ströndinni í Albir.  Hótelið var opnað árið 2008 og er eitt af nýjustu hótelunum í Albir. Flott heilsurækt er á hótelinu og sundlaug. 

Lesa meira

La Colina Albir

La Colina er notaleg íbúðargisting á rólegum stað í Albir. Sérlega vinsælt hjá íslenskum fjölskyldum sem upplifa heimilislega stemmningu á þessu vistlega gististað.

Lesa meira

Las Terrazas del Albir Albir

Hotel Las Terrazas del Albir er lítið og vinalegt íbúðahótel með sundlaug. 600 metrar eru að ströndinni og 300 metrar inn í miðkjarna Albir

Lesa meira

ALTEA - BÆR LISTAMANNSINS

Listamenn hafa hreiðrað um sig í Altea í auknum mæli á undan­förnum árum með sínar vinnu­stofur, enda umhverfið undur­fagurt. Selja þeir verk sín ýmist á torgi bæjarins eða í litlum versl­unum sem opnar eru fram eftir kvöldi. Í Altea er fjöldi góðra veitingastaða, skemmtilegir barir og kaffihús, allt á þetta sinn þátt í að gera andrúmsloftið líflegt og skemmtilegt.

Cap Negret Hotel Altea

Hotel Cap Negret er gott 4ra stjörnu hótel staðsett við Cap Negret ströndina í Altea. Við hótelið er góð útisundlaug og falleg sólbaðsaðstaða. Nóg um að vera og skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. 

Lesa meira

INNIFALIÐ Í SÓLARFERÐUM ÚRVAL ÚTSÝN

Innifalið í verði hjá Úrval Útsýn er flug, gisting, íslensk fararstjórn, flugvallaskattar, 20 kg ferðataska og handfarangur.

  • Á sólarstöðum okkar erum við með íslenska fararstjóra sem eru farþegum okkar innan handar alla ferðina. Þeir eru spænskumælandi, þekkja staðahætti vel og veita í neyð aðstoð gegnum öryggissímanúmer.
  • Einnig bjóða fararstjórar upp á frábærar skoðunarferðir fyrir alla aldurshópa svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi.
  • Akstur til og frá flugvelli erlendis er valkvæð þjónusta. Þeir sem vilja nýta sér aksturinn bóka og fullgreiða þjónustuna hérna heima.

Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á fjölbreyttar ferðir og faglega þjónustu á öllum sviðum, því ferðin þín skiptir okkur miklu máli.

Bókaðu núna og tryggðu þér sæti í sól. Vinsælar gistingar bókasta fyrst!

Bestu verðin til Albír!

Rauðir Dagar Box

 

Ef gisting sem óskað er eftir er ekki í boði á þeim dögum sem þú vilt - hafðu þá samband við okkur og við óskum eftir henni fyrir þig 585 4000 // Hlíðasmára 19 // info@urvalutsyn.is //