Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Mallorca

Draumur ferðalangans! 

 • Flugtími: 4+ 
 • Flugvöllur: Palma de Mallorca 
 • Sólarstundir: 10-12
 • Meðalhiti: 18-25 °C
 • Tungumál: spænska
 • Gjaldmiðill: Euro (€)
 • Staðartími: GMT 

 

VINSÆL HÓTEL HJÁ OKKUR 

Viva Palmanova****

VIVA PALMANOVA

Iberostar Cristina****

CRISTINA

Apartmentos Vista Club***

Vistaclub

Apart. Globales Verdemar***

GLOBALES

Sol Alcudia Center***

Solalcudia

Fontanellas Playa****

Fontanellas Playa

Ekki missa af…

Aqualand
Vatnsrennibrautagarðar af bestu gerð, mikið líf og fjör fyrir alla fjölskylduna

La Lonja
Fjölbreyttir veitingastaðir og barir í hjarta Palma borgar

Abaco
Sá frægi ávaxtabar í La Lonja

Marineland
Skemmtilegur sædýragarður í Portals Nous

La Granja
Frábært byggðasafn í fallegu umhverfi skammt frá Valldemossa

The House Of Katmandu
Skemmtigarður

Drekahellarnir
Við Cala Millor eru þess virði að heimsækja

Valldemosa
LaGranja klaustrið La Real Cartuja

VINSÆLDIR MALLORCA ERU ENGIN TILVILJUN

Ævintýraeyjan Mallorca er dásamlega fjölbreytt. Sólríkar strendur, fallegar hjóla- og gönguslóðir og fjölbreytt mannlíf er að finna í fjölmörgum smábæjum eyjunnar. Vinsældir þessarar dásamlegu eyju er svo sannarlega engin tilviljun!

Úrval Útýn býður uppá  flug til Mallorca frá 17. maí til 27. sept 2017 - flogið er með Primera. Þú finnur úrval gistinga og verðdæmi í bókunarvél - vinsælar gistingar bókast fyrst sérstaklega á eyjunni Mallorca!

Skemmtigarðar:

 • Katmandu Park
 • Jungle Parc
 • Western Water 
 • Aqualand
 • Jumaica Tropical 
 • Marineland Majorca

Verslunarmiðstöðvar:

 • Porto Pi Centro Comercial
 • Centro Comercial S'Escorxador
 • El Corté Ingles
 • Ofl.

Afþreying:

 • Hjólreiðar
 • Náttúrufegurð
 • Borða góðan mat
 • Sól og strönd
 • Vatnagarðarnir
 • Næturlífið
 • Njóta!

VERSLUNARPARADÍS

Fyrir þá sem vilja sameina verslun og sólbað þá er Mallorca sannkölluð verslunarparadís og er verðlag hagstætt. Í borginni eru verslanir á heimsmælikvarða m.a fataverslanir og stórverslanir eins og El Corte Ingles, og spænsku merkin Zara, Mango og Desigual ásamt H&M. Hér er góður leiðarvísir um verslun. Mikið úrval af leðurvörum og innlendum hönnuðum. Inca er þriðji stærsti bærinn á Mallorca og í daglegu tali kallaður „leðurbærinn“. Á hverjum fimmtudegi er haldinn þar útimarkaður sem er einn sá stærsti og vinsælasti á eyjunni. Verslunarmiðstöðin Porto Pi er yfir 140 verslanir með fjölbreyttu úrvali verslana og veitingastaða.

 About -shopping -in -palma -de -mallorca -356

PALMA

Höfuðborg Mallorca er borgin Palma sem er ekta spænsk borg með iðandi mannlífi, verslun, sól og breiðstrætum. Gotneska dómkirkjan sem var reist á miðöldum er helsta kennileiti Palma. Gamli bærinn er heillandi með sínar þröngu götur, torg, tapasstaði og fjölbreyttar verslanir. Aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð er frá Playa de Palma til stórborgarinnar Palma.

Mallorca 253849 960 720

PLAYA DE PALMA

Playa de Palma er staðsett við Palma flóann, örskammt austan við höfuðborgina Palma er Playa de Palma. Playa de Palma er fullkomin umgjörð fyrir ógleymanlegt sumarfrí. Svæðið sameinar alla bestu kosti sólarstaða á einstakan hátt. Ströndin er sú lengsta á Mallorca og verslanir, veitingahús og kaffihús standa í röðum við strandgötuna og aðalgötu bæjarins. 

Meðfram ströndinni liggur hellulagður göngustígur sem auðvelt er að hjóla og ganga. Strandgatan iðar af mannlífi mest allan sólarhringinn. Kvöld og næturlífið er fjölbreytt og fjörugt.

Playa de Palma er sambyggð El Arenal og er þetta svæði samfelldur og litskrúðugur skemmtana og afþreyingabær. Í El Arenal er vatnsleikjagarðurinn Aqualand, sá stærsti á Mallorca. 

Iberostar Playa de Palma Playa de Palma

Iberostar Playa de Palma er gott 5* hótel og hefur verið einstaklega vinsælt meðal Íslendinga í mörg ár. Hótelið er nýuppgert og stendur við ströndina á Playa de Palma á frábærum stað

Lesa meira

Iberostar Cristina Playa de Palma

Iberostar Cristina er mjög gott 4ra stjörnu hótel, frábærlega staðsett á Playa de Palma. Í næsta nágrenni er fjöldinn allur af veitingastöðum og verslunum. Á hótelinu er fallegur sundlaugargarður, barnalaug og leiksvæði fyrir smáfólkið.

Lesa meira

Fontanellas Playa Playa de Palma

Fontanellas Playa er mjög gott 4ra stjörnu hótel staðsett á ströndinni á Playa de Palma. Í næsta nágrenni er úrval veitingastaða og verslana. Á hótelinu er góður garður með tveimur sundlaugum og barnalaug. Á hótelinu er líka lítill fótboltavöllur og falleg heilsulind.

Lesa meira

Pamplona hotel Playa de Palma

Hotel Pamplona er glæsilegt nýlega uppgert 4ra stjörnu hótel sem er staðsett stutt frá ströndinni á Playa de Palma. Góð heilsulind, líkamsræktaraðstaða, sundlaug og hjólaleiga. Hentar betur fyrir einstaklinga og pör fremur en fólk með ung börn. 

Lesa meira

Caballero Hotel Playa de Palma

Mjög fallegt, nýlega uppgert 4ra stjörnu hótel í Playa de Palma stuttu frá ströndinni. Á hótelinu er falleg sundlaug, veitingastaður og líkamsrækt. Skemmtidagskrá á kvöldin. Stutt í alla helstu þjónustu og hina fallegu Palma borg.

Lesa meira

Hotel Barcelo Pueblo Park Playa de Palma

Hotel Barceoa Pueblo Park er gott 4ra stjörnu hótel á Playa de Palma aðeins 200 metrum frá ströndinni. Sundlaugargarður með sólbaðsaðstöðu, sundlaug og barnalaug. Veitingastaður og bar er á hótelinu en stutt er í alla helstu þjónustu, veitingar og verslanir.

Lesa meira

PALMANOVA

Palmanova er fallegur strandbær á suðurströnd Mallorca. Strandgatan í Palmanova setur mikinn svip á bæjarbraginn, með kaffi- og veitingahús á aðra hönd en ylvolgan sandinn á hina. Ströndin á Palmanova er ein sú besta á Palma flóanum með skínandi hvítar sandstrendur.

Leiktæki bíða barnanna við ströndina og íþróttasvæðið á staðnum er hreint frábært, með tennisvöllum, fótboltavöllum og aðstöðu til hvers kyns íþróttaiðkunar.  

Portals Nous er óvenju falleg smábátahöfn, prýdd lystisnekkjum frá öllum heimshornum, það er ógleymanleg og rómantísk upplifun að eiga þar kvöldstund í góðum félagsskap. Stutt er til Magaluf þar sem mikið líf og fjör er á kvöldin og er diskótekið BCM mörgum kunnugt sem heimsókt hafa eyjuna.

VIVA Palmanova Palmanova

Glæsilegt 4ra stjörnu hótel staðsett örfáum metrum frá ströndinni í Palmanova. Fyrsta flokks þjónusta og frábær aðstaða á hótelinu gerir það að verkum að allir í fjölskyldunni njóta sín í fríinu Glæsilegur sundlauguargarður með skemmtilegum leiktækjum fyrir börnin. 

Lesa meira

Ponent Mar Palmanova

Ponent Mar er gott 4ra stjörnu íbúðahótel sem stendur á tanga við litla klettaströnd með stórkostlegu útsýni 200 m frá ströndinni í Palma Nova um 15 km frá Palma. Fallegur sundlaugagarður með sundlaug, barnalaug, sólbaðsaðstöðu. 

Lesa meira

Fergus Style Palmanova Palmanova

Fergus Style Palmanova er skemmtilegt 4ra stjörnu hótel á Calvia ströndinni. Þetta hótel er eingöngu fyrir fullorðna. Tvær sundlaugar og góð aðstaða til sólbaða. 

Lesa meira

Hotel Intertur Hawaii Mallorca & Suites Palmanova

Intertur hotel Hawai Mallorca & Suites er fjögurra stjörnu hótel staðsett í Palmanova með útsýni yfir Miðjarðarhafið úr hótelgarðinum. Skemmtidagskrá og leiksvæði fyrir börn. Stutt í alla þjónustu. 

Lesa meira

Aparthotel Rosa Del Mar Palmanova

Aparthotel Rosa del Mar er gott fjögurra stjörnu hótel staðsett í miðbæ Palma Nova. Hótelið er nútímalegt með helstu þægindum. 150 metrar eru að San Matías ströndinni.  

Lesa meira

Hotel Agua Beach Palmanova

Hotel Agua Beach er stjörnu gisting fyrir 18 ára og eldri. Frábær garður þar sem gestir geta sólað sig og horft út á Miðjarðarhafið. Veitingastaður með hlaðborð og bar sem framreiðir ekta spænska tapasrétti. 

Lesa meira

Hotel H10 Punta Negra Boutique Palmanova

Hotel H10 Punta Negra Boutique er fjögurra stjörnu hótel er staðsett á hinni friðsælu Costa d‘en Blanes-strönd. Garður h&oacu

Lesa meira

Apartmentos Roc Portonova Palmanova

Roc Portonova í tveggja mínútna rölti frá ströndinni í einum kyrrlátasta hluta Palmanova, með snoturt útsýni yfir flóann. Tilvalið íbúðahótel fyrir fjölskylduna.

Lesa meira

Cabau Aquasol Aparthotel Palmanova

Aquasol er þriggja stjörnu gisting á Palmanova aðeins 200 metrum frá ströndinni. Fín sundlaug, veitingastaðir og skemmtidagskrá. 

Lesa meira

Aparthotel Playas Cas Saboners Palmanova

Playa Ca´s Saboners er þriggja stjörnu gisting, staðsett í göngufæri frá Palma Nova ströndinni. Í nágrenni við hótelið eru verslanir, veitingastaðir og barir. 

Lesa meira

Ola Tomir Aparthotel Palmanova

OLA Tomir er góð 3 stjörnu íbúðargisting staðsett rétt utan við Palmanova svæðið, í um 10 m&

Lesa meira

ALCUDIA

Alcudia er vinsæll ferðamannastaður á norðurhluta eyjarinnar sem hentar vel fyrir fjölskyldufólk. Svæðið saman stendur af gamla bænum í Alcudia, sandströndinni sem teygir sig til Can Picafort og fallegri smábátahöfn sem er miðpunktur svæðisins. Hér er fjörið ögn minna en á suðurströndinni og meiri áhersla er lögð á fjölskylduna, hreinar strendur sem og fjölbreytt og fallegt umhverfi. Akstur frá flugvellinum í Palma tekur um 50 - 55 mínutur.

Gamli bærinn í Alcudia er 3 km frá ströndinni og eru elstu hlutar hans frá um 1300 þrátt fyrir að saga bæjarins sé enn lengri. Alcudia ströndin er aðgrunn og sjórinn hlýr, sem gerir hana sérlega hentuga fyrir börn að leik. Gylltur sandurinn og aðbúnaður allur eins og best verður á kosið. Stutt er í verslun og veitingastaði ásamt iðandi mannlíf í miðbæ Alcudia.

Í Alcudia og nágrenni er að finna eitthvað við allra hæfi. Vatnagarðurinn Hidropark er ógleymanleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna, fjöldinn allur af ýmis konar rennibrautum fyrir stóra sem smáa. Dagsferð til nálægra þorpa eins og Pollenca þar sem hægt er að þræða þröng stræti og kynnast spænskri menningu. 

Frá höfninni í suð-austurátt liggur glæsileg strandlengja yfir 10 km löng til smábæjarins Can Picafort. Þar er góð aðstaða fyrir fjölskyldufólk til þess að sleikja sólina og njóta lífsins og því sem bærinn hefur upp á að bjóða. Í Can Picafort er einnig ágætis úrval af verslunum og veitingastöðum. 

Engin hótel fundust í Alcudia

SANTA PONSA

Santa Ponsa þekkja margir Íslendingar, Palma Nova og Magaluf eru í 10 mín fjarlægt frá Santa Ponsa og 20 km eru í höfuðborgina Palma. Fallegt umhverfi með góðum hótelum, líflegt götulíf, veitingastaðir og verslanir eru á hverju strái meðfram ströndinni sem er full af lífi og fjöri yfir ferðamannatímann. Hvít sandströndin er löng og breið og mjög barnvæn. Stutt er í golfvelli, vatnagarða og Marineland. Santa Ponsa er tilvalin fjölskyldu staður þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Santa Ponsa

VIVA Rey Don Jaime Santa Ponsa

Viva Rey Don Jaime er flott 4ra stjörnu hótel staðsett aðeins 200 metra frá Santa Ponsa ströndinni. Á hótelinu er frábær heilsulind, falleg sundlaug og hjólaleiga. Val er um morgunmat, hálft fæði eða allt innifalið. Falleg útisundlaug með barnalaug og góð sólbaðsaðstaða. Barnaklúbbur, dans og fjör á kvöldin. 

Lesa meira

Iberostar Jardin del sol Santa Ponsa

Glæsilegt 4ra stjörnu spa hótel sem er aðeins ætlað 16 ára og eldri. Hótelið stendur á kletti og útsýnið því mjög fallegt. Líkamsrækt og heilsulind eru á hótelinu. Tilvalið fyrir pör sem vilja stinga af í sólina og slappa af í fallegu umhverfi. 

Lesa meira

H10 Playas De Mallorca Santa Ponsa

H10 Playas de Mallorca er gott 4ra stjörnu hótel við ströndina í Santa Ponsa. Snyrtilegur garður með stórri sundlaug, barnasundlaug en stutt er niður á ströndina ef hugurinn leitar þangað. Herbergin eru björt og snyrtileg með svölum eða verönd. Á hótelinu er bæði veitingastaður og sundlaugabar. 

Lesa meira

Apartmentos Vista Club Santa Ponsa

Apartamentos Vista Club er 3ja stjörnu íbúðagisting við Santa Ponsa ströndina um 300 metrum frá miðbæ Santa Ponsa. Verslanir, kaffihús og veitingastaðir eru í göngufæri frá hótelinu. Sundlaug og snarlbar í garðinum. 

Lesa meira

Apartmentos Portofino / Sorrento Santa Ponsa

Portofino Sorrento er einföld gisting staðsett við ströndina í bænum Santa Ponsa. Frábær kostur fyrir barnafjölskyldur þar sem íbúðir eru með einu eða tveimur svefnherbergjum. Stór sundlaug og lítil barnalaug er í garðinum ásamt sólabaðsaðstöðu. 

Lesa meira

PORTO CRISTO

Porto Cristo er heillandi strandbær á austurströnd Mallorca þar sem ein blómlegasta perluframleiðsla svæðisins fer meðal annars fram. Falleg smábátahöfn prýðir bæinn og þar er dýrðlegt að ganga um og skoða mannlífið og fiskibátana. Hinir víðfrægu og einstaklega fallegu Drekahellar eru skammt frá Porto Cristo sem og Safari Zoo dýragarðurinn og innan við klukkutíma akstur er til Palma.

Portodrach Porto Cristo

PortoDrach er frábært 4ra stjörnu íbúðahótel í Porto Cristo í um 10 mínútna göngufjarlægð er að ströndinni. Frábær sólbaðsaðstaða og í nágrenni við hótelið eru skemmtilegir veitingastaðir og barir. Hótelið er einungis 400 m frá hinum frægu Drekahellum. 

Lesa meira

NÓG AÐ GERA

Það leiðist engum á Mallorca. Þar eru frábærar sandstrendur sem eru sérlega hreinar og öll aðstaða og þjónusta er til fyrirmyndar. Einnig eru fjölbreyttir veitinga- og skemmtistaðir.

Nokkrar Go-Kart brautir eru á eyjunni og hægt er að skella sér í golf og tennis ef svo ber undir. Hægt er að leigja sér reiðhjól og fara í lengri eða styttri hjólreiðartúra. Þó nokkrir vatnagarðar eru á eyjunni má þar nefna Aqualand, Western Park og Wave House.  

Vill hópurinn fara saman í göngu um Mallorca?

Úrval Útsýn getur sett saman göngu fyrir ykkur - hafðu samband við hópadeild: hopar@uu.is 

Portadriano

INNIFALIÐ Í SÓLARFERÐUM ÚRVAL ÚTSÝN

Innifalið í verði hjá Úrval Útsýn er flug, gisting, íslensk fararstjórn, flugvallaskattar, 20 kg ferðataska og handfarangur.

 • Á sólarstöðum okkar erum við með íslenska fararstjóra sem eru farþegum okkar innan handar alla ferðina. Þeir eru spænskumælandi, þekkja staðahætti vel og veita í neyð aðstoð gegnum öryggissímanúmer.
 • Einnig bjóða fararstjórar upp á frábærar skoðunarferðir fyrir alla aldurshópa svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi.
 • Akstur til og frá flugvelli erlendis er valkvæð þjónusta. Þeir sem vilja nýta sér aksturinn bóka og fullgreiða þjónustuna hérna heima.

Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á fjölbreyttar ferðir og faglega þjónustu á öllum sviðum, því ferðin þín skiptir okkur miklu máli.

Bókaðu núna og tryggðu þér sæti í sól. Vinsælar gistingar bókasta fyrst!

Bestu verðin til Mallorca!

Rauðir Dagar Box

 

Ef gisting sem óskað er eftir er ekki í boði á þeim dögum sem þú vilt - hafðu þá samband við okkur og við óskum eftir henni fyrir þig 585 4000 // Hlíðasmára 19 // info@urvalutsyn.is //

Helgi er fararstjóri á Mallorca

Helgimallorca

Helgi Daníelsson hefur víðtæka reynslu af fararstjórn hvort sem það er borgar- eða sólarferðir.