Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Mallorca

VINSÆL HÓTEL Á MALLORCA

Site - Link to Hotel
No macro content available for WYSIWYG editing

VIVA PALMANOVA

IBEROSTAR CRISTINA****

CRISTINA

Apartmentos Vista Club***

Vistaclub

Apart. Globales Verdemar***

GLOBALES

Sol Alcudia Center***

Solalcudia

Fontanellas Playa****

Fontanellas Playa

Ekki missa af…

Aqualand
Vatnsrennibrautagarðar af bestu gerð, mikið líf og fjör fyrir alla fjölskylduna

La Lonja
Fjölbreyttir veitingastaðir og barir í hjarta Palma borgar

Abaco
Sá frægi ávaxtabar í La Lonja

Marineland
Skemmtilegur sædýragarður í Portals Nous

La Granja
Frábært byggðasafn í fallegu umhverfi skammt frá Valldemossa

The House Of Katmandu
Skemmtigarður

Drekahellarnir
Við Cala Millor eru þess virði að heimsækja

Valldemosa
LaGranja klaustrið La Real Cartuja

VINSÆLDIR MALLORCA ERU ENGIN TILVILJUN

Ævintýraeyjan Mallorca er dásamlega fjölbreytt, sólríkar strendur, fallegar hjóla- og gönguslóðir og fjölbreytt mannlíf í fjölmörgum smábæjum Eyjunnar. 

Úrval Útýn býður uppá vikulegt flug frá 17. maí til 27. sept 2016 - flogið með LuxAir. Þú finnur úrval gistinga og verðdæmi í bókunarvél - vinsælar gistingar bókast fyrst og það sérstaklega á eyjunni Mallorca!

Image001

PALMA

Höfuðborgin Plama er ekta spænsk borg, gotneska dómkirkjan sem var reist á miðöldum er helsta kennileiti Palma. Gamli bærinn er heillandi með sínar þröngu götur, torg, tapasstaði og fjölbreyttar verslanir. Aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð er frá Playa de Palma til stórborgarinnar Palma.

PLAYA DE PALMA

Við Palma flóann, örskammt austan við höfuðborgina Palma er Playa de Palma, fullkomin umgjörð um ógleymanlegt sumarfrí. Playa de Palma sameinar alla bestu kosti sólarstaða á einstakan hátt. Ströndin er sú lengsta á Mallorca og verslanir, veitingahús og kaffihús standa í röðum við strandgötuna og aðalgötu bæjarins.

Meðfram ströndinni liggur hellulagður göngustígur sem auðvelt er að hjóla og ganga. Strandgatan iðar af mannlífi mest allan sólarhringinn. Kvöld og næturlífið er fjölbreytt og fjörugt.

Playa de Palma er sambyggð El Arenal og er þetta svæði samfelldur og litskrúðugur skemmtana og afþreyingabær. Í El Arenal er vatnsleikjagarðurinn Aqualand, sá stærsti á Mallorca. 

Playadepalma

PALMANOVA

Palmanova er fallegur strandbær á suðurströnd Mallorca. Strandgatan í Palmanova setur mikinn svip á bæjarbraginn, með kaffi- og veitingahús á aðra hönd en ylvolgan sandinn á hina. Ströndin á Palmanova er ein sú besta á Palma flóanum með skínandi hvítar sandstrendur.

Leiktæki bíða barnanna við ströndina og íþróttasvæðið á staðnum er hreint frábært, með tennisvöllum, fótboltavöllum og aðstöðu til hvers kyns íþróttaiðkunar.  

Portals Nous er óvenju falleg smábátahöfn, prýdd lystisnekkjum frá öllum heimshornum, það er ógleymanleg og rómantísk upplifun að eiga þar kvöldstund í góðum félagsskap. Stutt er til Magaluf þar sem mikið líf og fjör er á kvöldin og er diskótekið BCM mörgum kunnugt sem heimsókt hafa eyjuna.

SANTA PONSA

Santa Ponsa þekkja margir Íslendingar, Palma Nova og Magaluf eru í 10 mín fjarlægt frá Santa Ponsa og 20 km eru í höfuðborgina Palma. Fallegt umhverfi með góðum hótelum, líflegt götulíf, veitingastaðir og verslanir eru á hverju strái meðfram ströndinni sem er full af lífi og fjöri yfir ferðamannatímann. Hvít sandströndin er löng og breið og mjög barnvæn. Stutt er í golfvelli, vatnagarða og Marineland. Santa Ponsa er tilvalin fjölskyldu staður þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Santa Ponsa

PORTO CRISTO

Porto Cristo er heillandi strandbær á austurströnd Mallorca þar sem ein blómlegasta perluframleiðsla svæðisins fer meðal annars fram. Falleg smábátahöfn prýðir bæinn og þar er dýrðlegt að ganga um og skoða mannlífið og fiskibátana. Hinir víðfrægu og einstaklega fallegu Drekahellar eru skammt frá Porto Cristo sem og Safari Zoo dýragarðurinn og innan við klukkutíma akstur er til Palma.

NÓG AÐ GERA

Það leiðist engum á Mallorca. Þar eru frábærar sandstrendur sem eru sérlega hreinar og öll aðstaða og þjónusta er til fyrirmyndar. Einnig eru fjölbreyttir veitinga- og skemmtistaðir.

Nokkrar Go-Kart brautir eru á eyjunni og hægt er að skella sér í golf og tennis ef svo ber undir. Hægt er að leigja sér reiðhjól og fara í lengri eða styttri hjólreiðartúra. Þó nokkrir vatnagarðar eru á eyjunni má þar nefna Aqualand, Western Park og Wave House.  

Vill hópurinn fara saman í göngu um Mallorca?

Úrval Útsýn getur sett saman göngu fyrir ykkur - hafðu samband við hópadeild: hopar@uu.is 

Portadriano

VERSLUNARPARADÍS

Fyrir þá sem vilja sameina verslun og sólbað þá er Mallorca sannkölluð verslunarparadís og er verðlag hagstætt. Í borginni eru verslanir á heimsmælikvarða m.a fataverslanir og stórverslanir eins og El Corte Ingles, og spænsku merkin Zara, Mango og Desigual ásamt H&M. Hér er góður guide um verslun.

Mikið úrval af leðurvörum og innlendum hönnuðum. Inca er þriðji stærsti bærinn á Mallorca og í daglegu tali kallaður „leðurbærinn“. Á hverjum fimmtudegi er haldinn þar útimarkaður sem er einn sá stærsti og vinsælasti á eyjunni. 

Verslunarmiðstöðin Porto Pi er yfir 140 verslanir með fjölbreyttu úrvali verslana og veitingastaða.

 About -shopping -in -palma -de -mallorca -356

INNIFALIÐ Í SÓLARFERÐUM ÚRVAL ÚTSÝN

Innifalið í ferðum hjá Úrvali Útsýn er flug, gisting, íslensk fararstjórn, flugvallaskattar, 20 kg ferðataska og handfarangur.

  • Á sólarstöðum okkar erum við með íslenska fararstjóra sem eru farþegum okkar innan handar alla ferðina. Þeir eru spænskumælandi, þekkja staðahætti vel og veita í neyð aðstoð gegnum öryggissímanúmer.
  • Einnig bjóða fararstjórar upp á frábærar skoðunarferðir fyrir alla aldurshópa svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi.
  • Akstur til og frá flugvelli erlendis er valkvæð þjónusta. Þeir sem vilja nýta sér aksturinn bóka og fullgreiða þjónustuna hérna heima.

Það er keppikefli okkar að bjóða upp á fjölbreyttar ferðir og faglega þjónustu á öllum sviðum, því ferðin þín skiptir okkur miklu máli.

Bókaðu núna og tryggðu þér sæti í sól. Vinsælar gistingar bókasta fyrst!

KORT AF SVÆÐINU