Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Tenerife

EINSTÖK VEÐURSÆLD ALLT ÁRIÐ UM KRING

Tenerife er þekkt fyrir einstaka veðursæld, hreinar strendur og fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Tenerife er stærst af sjö eyjum Kanaríeyjaklasans og liggur um 300 km út af strönd Afríku. Á eyjunni miðri rís hið tignarlega Pico del Teide 3.718 metra upp úr Atlantshafinu - hæsta fjall Spánar. - Þú finnur úrval gistinga og verðdæmi í bókunarvélinni hér að ofan. 

SUÐURHLUTI TENERIFE

Á suðurhluta Tenerife þar sem við erum með okkar gististaði skín sólin nánast alla daga ársins og þar er vinsælast að vera. Úrval Útsýn býður upp á gistingu á suðurhlutanum Playa de las Américas, Los Cristianos og Costa Adeje

SANTA CRUZ

Santa Cruz er höfuðborgin og telur liðlega 225.000 íbúa. Borgin er gróðursæl og iðar af lífi. Kaffihús, veitingastaðir, göngugötur og fjölmargar verslanamiðstöðvar gera heimsókn til borgarinnar notalega og umfram allt skemmtilega. 

AFÞREYING

Á daginn þarf enginn að láta sér leiðast, enda nóg við að vera fyrir unga jafnt sem aldna. Gaman er að heimsækja einn glæsilegasta vatnsrennibrautagarð Evrópu, Siam Park þar sem þú getur rennt þér niður 28 metra rennibraut í nánast frjálsu falli sem endar með ferð í gegnum hákarlabúr! Eða farið í stærstu go-kart braut Evrópu.

Á ströndinni er mikið úrval vatnaíþrótta - sjóskíði, bananabátar, siglingar og köfun við nánast hverja strönd. 

VERSLUN Á TENERIFE

Á Tenerife er fjöldi verslana og verslanamiðstöðva með þekktum vörumerkjum. Tvær nýlegar eru: Parque Santiago 6 og Siammall - Fararstjórarnir okkar bjóða líka uppá mjög skemmtilega verslunarferð til höfuðborgarinnar Santa Cruz á mánudögum þar sem hægt er að fara í stóra HM & Primark. 

Verslun

 

INNIFALIÐ Í SÓLARFERÐUM ÚRVAL ÚTSÝN

Innifalið í ferðum hjá Úrvali Útsýn er flug, gisting, íslensk fararstjórn, flugvallaskattar, 23 kg ferðataska og handfarangur.

  • Á sólarstöðum okkar erum við með íslenska fararstjóra sem eru farþegum okkar innan handar alla ferðina. Þeir eru spænskumælandi, þekkja staðahætti vel og veita í neyð aðstoð gegnum öryggissímanúmer.
  • Einnig bjóða fararstjórar upp á frábærar skoðunarferðir fyrir alla aldurshópa svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi.
  • Akstur til og frá flugvelli erlendis er valkvæð þjónusta. Þeir sem vilja nýta sér aksturinn bóka og fullgreiða þjónustuna hérna heima.

Það er keppikefli okkar að bjóða upp á fjölbreyttar ferðir og faglega þjónustu á öllum sviðum, því ferðin þín skiptir okkur miklu máli.

Bókaðu núna og tryggðu þér sæti í sól. Vinsælar gistingar bókasta fyrst!

KORT AF SVÆÐINU