Allar ferðir

Saga, sól, matur, verslun og menning. Borgin Alicante er staðsett í hjarta Costa Blanca héraðsins á Spáni. Borgin sem iðar af mannlífi er gullfalleg gömul spænsk borg með heillandi miðbæ. Þar ríkir mikil matar- og vínmenning sem endurspeglast vel í þeim fjölda framúrskarandi veitingastaða sem eru á svæðinu.

Borgin Alicante er staðsett í hjarta Costa Blanca á Spáni og er höfuðborg héraðsins. Borgin er gullfalleg gömul, spænsk borg með heillandi miðbæ sem iðar af mannlífi. Þar ríkir mikil matar- og vínmenning sem endurspeglast í fjölda framúrskarandi veitingastaða borgarinnar.

Í Alicante er að finna fjölda áhugaverðra safna, sögulegar minjar, skemmtilega markaði að hætti innfæddra og heimsþekktar verslanir. Næturlíf borgarinnar er alþekkt og geta skemmtanaþyrstir ferðalangar valið á milli aragrúa af börum, öldurhúsum og diskótekum.

Ekki spillir fyrir að við borgina er frábær 7 km löng strönd og hótelin okkar eru staðsett nálægt ströndinni. Ferð til Alicante borgar sameinar því sólar- og borgarferð sem inniheldur strandlíf og slökun ásamt því að njóta alls þess er borgin hefur upp á að bjóða.

Alicante

GAMALL SJARMERANDI BÆR

Svæðið í kringum Alicante hefur verið heimili mannsins í yfir 7000 ár. Leifar af elstu byggðum er m.a. að finna í hlíðum Mount Benacantil en kastalinn Santa Barbara stendur í hlíðum fjallsins. Kastalinn er upprunalega frá 9. öld en honum hefur verið viðhaldið og endurbyggður í aldanna rás. Árið 1963 var kastalinn opnaður almenningi og í dag er hægt að taka lyftu upp í 166 m hæð, skoða kastalann og njóta útsýnisins.

FORNMINJAR OG SPENNANDI MARKAÐIR

Í Alicanteborg gefst tækifæri til að skoða margar fallegar minjar frá tímum máranna en Dómkirkjan San Nicolas er mjög falleg og vel þess virði að leggja leið sína þangað meðan á dvölinni stendur. Einnig eru forvitnilegir handverksmarkaðir í borginni og rétt við höfnina er mikið um götusala.

FALLEGAR STRENDUR

Strendur Alicante eru fallegar og þar er mannlífið litríkt. Við höfnina er fjöldi bara og veitingastaðir í röðum.

Alicante

VERSLUNARMÖGULEIKAR

Mikið úrval verslana er að finna á göngugötunni, Rambla, til dæmis El Corte Ingles, Zara og H&M. Einnig er þar mikið úrval veitingastaða, s.s. tapas sem og spænskir, kínverskir og mexíkanskir staðir.

SKEMMTILEGT SVÆÐI Í KRING

Ef farþegar ákveða að taka bílaleigubíl eru margir fallegir staðir í kringum Alicante sem vert er að skoða. Má þar nefna bæinn Alcoy sem er mjög fallegur. Þar er hátíð mára og kristinna haldin í apríl ár hvert. Einnig er bærinn Altea mjög fallegur og algjörlega þess virði að gera sér ferð þangað.

Gistingar í boði á Alicante

Sæki gistingar...