Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Berlín | 2. - 5. nóvember | 2017

 

Berlín

Berlín er ein glæsilegasta borg Evrópu. Helgarferð, 2. - 5. nóvember, í miðpunkti menningar hins þýska málheims. Verð frá 77.900 kr. á mann.

Fáar borgir hafa annan eins kraft og Berlín. Endalaust hægt að ganga um og uppgötva eitthvað nýtt og spennandi. Fara á milli staða í neðanjarðarlestinni og skoða og fræðast, fyrir nú utan að stoppa á hinum heimsfrægu ölstofum borgarinnar eða grípa sér bradwurtz á götuhorni. Berlín er tilvalin fyrir hópa sem vilja njóta alls hins besta í mat, drykk og menningu.

Ertu með hóp? Hafðu samband við hópadeild Úrval Útsýn hopar@uu.is og fáðu verð!

Heimsborgin Berlín

Berlín

Það er óhætt að segja að engin borg í Evrópu, og þótt víðar væri leitað, sé eins mörkuð af sögu tuttugustu aldarinnar og Berlín. Borgin, eins og hún er nú og hið sérstæða andrúmsloft sem þar ríkir, hefur óhjákvæmilega mótast af skipting hennar í tvo gjörólíka heima um þrjátíu ára skeið. En Berlín hefur alltaf verið sérstök og haft mikla sérstöðu í hugum Þjóðverja, jafnt jákvæða sem neikvæða.

Berlín

Berlín var höfuðborg ríkis sem allt fram á síðari hluta 19. aldar var samsafn sjálfstæðra ríkja og ekki voru allir jafn sáttir við höfuðborgina. Á lýðveldisárunum, milli heimsstyrjaldanna, var Berlín villtasta og einhver mest spennandi stórborg álfunnar. Eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar má segja að þessi prússneska höfuðborg þar sem regla, agi og borgaraleg gildi voru ofar öllu hafi umturnast og orðið á skömmum tíma suðupottur pólitískrar ólgu, menningarlegrar gerjunar og taumlauss skemmtana- og næturlífs. Framúrstefnan réði ríkjum í listalífinu og listamenn flykktust til borgarinnar úr öllum áttum. Berlín varð samnefnari þess tíma fyrir spillingu og óstöðugleika.

Verslun í Berlín

Berlín

Kurfürstendamm eða “Kudamm” er vinsælasta og aðalverslunargatan í Berlín. Þar eru margar fallegar verslanir og stór verslunarhús. Gatan hefur verið álitin ein glæsilegasta verslunargata Evrópu. Þar er að finna allar helstu verslanir eins og td H&M, Zara, C&A, Mango og fjöldan allan af verslunahúsum, Europa Center, Innovation og KaDeWe,.

Alexanderplatz er sennilega einn af þekktustu reitum í Berlín og þar er einnig frábært að versla. Zentral Merkthalle og Tietz eru vinsæl verslunarhús með ágætis úrvali verslanna. Friedrichstrasse er ein af fallegustu verslunargötum í Berlín en þar er að finna verlsanir eftir fræga hönuði eins og Gucci, Louis Vuitton, Prada og Max Mara.

Áhugaverðir staðir í Berlín

Berlín

  • Berlin Mitte eða gamli miðborgarhlutinn og hverfin út frá honum sem áður voru í mikilli niðurníðslu iða nú af lífi og lit og eru nú helsta aðdráttarafl borgarinnar. En samruni þessara tveggja borga eða borgarhluta hefur það í för með sér að í Berlín er meira framboð af öllu en víðast hvar annars staðar, hvort heldur er á sviði menningar, lista, skemmtanalífsins eða verslunar, í Berlín er allt tvöfalt og gott betur.

  • Brandenborgar hliðið: Frá því Brandenborgarhliðið var reist á árunum 1788-91 hafa margir herir marsérað þar í gegn. En frá því múrinn féll árið 1989 hefur mesti hasarinn líklega verið þegar Love Parade fer um einu sinni á ári. Hlutirnir eru nú aftur komnir í eðlilegt horf og hliðið er aftur orðið að tákni borgarinnar og sameinaðs Þýskalands.

  • Check Point Charlie: Ef þú þurftir að fara milli Vestur- og Austur-Berlínar meðan á kalda stríðinu stóð þurftirðu að fara um landamærastöðina Checkpoint Charlie. Það er lítið eftir af henni núna nema endurbyggður skúr og skiltið fræga sem segir: “Þú ert núna að yfirgefa bandaríska svæðið”. Stutt frá er líka Haus am Checkpoint Charlie sem kallar sig fyrsta safnið til heiðurs alþjóðlegum friðsamlegum mótmælum, og segir sögu þeirra sem dóu eða voru fangelsaðir þegar þeir reyndu að fara frá austri til vesturs.

  • East Side Gallery: Eftir að búið er að nota annan hlutann til að leggja vegi og selja ferðamönnum hinn er ekki mikið eftir af Berlínarmúrnum sem féll í beinni útsendingu í nóvember 1989. Lengsti hluti hans sem ennþá er í heilu lagi er 1,3 km langur og gengur undir nafninu East Side Gallery. Eftir að 118 listamenn alls staðar að úr heiminum mættu á staðinn með pensla og málningu árið 1990 telst galleríið vera stærsta safn heims undir beru lofti. (Besta myndin er örugglega af sögufrægum kossikommúnistaleiðtoganna Honeckers og Brezhnevs.) Frá 1990 hefur hins vegar margt annað sett mark sitt á galleríið, til dæmis hefur það verið vinsælt meðal fólks með tússpenna og spreybrúsa.

Skoðunarferðir í Berlín

Berlín

Berlín borgarferð – föstudagur

Skoðunarferð um Berlín er farin á fyrsta degi eftir komu. Ferðin hefst kl. 10:00 við hótel (nánar á staðnum) og tekur um 3 ½-4 klst. Ekið verður um borgina og farþegar kynnast helstu áhugaverðum stöðum, byggingum og kennileitum, sagan er rifjuð upp og borin saman við lífið í borginni dag. Staldrað verður við á 2 – 3 stöðum. Meðal staða sem farþegar kynnast eru Potsdamer Platz, Brandenborgarhliðið, Reichstag (þinghúsið) og stjórnunarbyggingarnar, Unter den Linden, Berlínarmúrinn, Tiergarten og Kurfürstendamm. Ferðinni lýkur við hótel.

Verð: 4.500,- kr. á mann

Gönguferð - laugardagur

Á laugardögum verður í boði gönguferð um gömlu Austur-Berlín fyrir þá sem vilja komast í nánari tengsl við borgina og söguna. Farið verður á staði sem ekki er hægt að skoða vel úr rútunni. Mæting er kl. 10:30 á Alexanderplatz, við Weltzeituhr (heimsklukkuna). Byrjað á að kynnast torginu og nágrenni þess og síðan gengið inn í Nikolaihverfið, sem er vagga Berlínarborgar. Haldið áfram meðfram Museum Insel (safnaeyjan) og síðan inn í Scheunenviertel (skemmuhverfið). Þar má víða sjá ummerki eftir stórt samfélag gyðinga sem þarna var og ýmsa minnisvarða um hrylling seinni heimsstyrjaldarinnar. Ferðinni lýkur eftir rúma 3 klukkutíma í miðbænum svo auðvelt er að fara að fá sér að borða eða kíkja í söfn eða verslanir.

Verð: 2.000,- kr. á mann

Vinsamlegast athugið að bóka þarf skoðunarferðir heima fyrir brottför til að tryggja sér sæti.

Veitingarstaðir í Berlín

Berlín

Í borginni eru veitingastaðir frá flestum heimshornum. Auðvelt er að finna veitingastaði, sem bjóða ekta þýskar pylsur , “Frankfurter” og súrkál á afar hagstæðu verði. Ítalskir staðir eru víða, eins austurlenskir og hvað annað, sem getur kitlað bragðlaukana. Við Kurfurstendamm eru nýtískulegir barir, sem yngra fólk sækir. Má þá einnig benda á hverfin í Austur-Berlín, eins og Nicolai Viertel og Oranienburgerstrasse.

Við mælum með þessum:

Verð

Frá 78.400,- kr. á mann

Innifalið í verði

  • Flug og flugvallaskattar
  • Gisting á hóteli í 3 nætur
  • 3 x morgunverðarhlaðborð

Ekki innifalið í verði

  • Rútuferðir til og frá flugvelli
  • Skoðunarferðir

Leonardo Royal hotel Alexanderplatz, Leonardo Royal. Tvíbýli með morgunverði

Maritim Pro Arte Hotel , Martim Pro Arte. Tvíbýli með morgunverði

Park Inn by Radisson Berlin Alexanderplatz, Park Inn by Radisson Berlin Alexanderplatz. Tvíbýli