Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Hópaferðir: ertu með hóp? Hafðu samband við okkur í 585 4000

Við skipuleggjum ferðir fyrir allar gerðir af hópum. Við tökum á móti smáum jafnt sem stórum hópum.  

Úrval Útsýn hefur áratuga reynslu af skipulagningu borgarferða bæði fyrir einstaklinga og hópa. Ferðirnar geta verið skipulagðar borgarferðir, eða sérsniðnar ferðir. Hópadeild okkar hefur skipulagt ferðir fyrir fjöldann allan af fyrirtækjum, vinahópum, áhöfnum, kórum og saumaklúbbum sem hafa tekist vel og vakið mikla lukku. 

Sendu okkur fyrirspurn og við finnum bestu leiðina fyrir hópinn þinn.

Groups

 

Umsagnir frá mismunandi hópum 

„Munchen er dásamleg borg þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Árshátíð DK Hugbúnaðar var haldin í Munchen í lok apríl 2016. Ferðin var skipulögð af Úrval Útsýn og var vel heppnuð í alla staði. Allt skipulag á flugi, rútu, hóteli og árshátíðarkvöldinu stóðst fullkomnlega. Hótelið var mjög fínt og snyrtilegt og tilvalin staður til að halda árshátíð þar í fallegum sal og öll þjónusta til fyrirmyndar. Borgin er falleg og iðandi af lífi. Gaman að ganga um miðbæinn skoða byggingar eða kíkja inn á sögufræg brugghús. Mikið úrval veitingastaða er að finna í borginni. Einhverjir völdu að fara í skipulagðar ferðir um borgina, aðrir kíktu á ölhús eða gerðu góð kaup í einhverri af fjölmörgum verslunum við göngugötuna. Sama hvað fólk tók fyrir hendur þessa helgi þá upplifðu allir Munchen sem frábæra borg sem vel þess virði er að heimsækja oftar en einu sinni. Okkar reynsla var í alla staði góð. Starfsfólk Úrval Útsýn reyndist okkur ómetanleg stoð og stytta og skipulagði fyrir okkur frábæra ferð. Við eigum örugglega eftir að leita til hópaferða UU aftur þegar kemur að skipulagningu næstu árshátíðar.“   

Fyrir hönd árshátíðarnefndar DK Hugbúnaðar, Ragnheiður Sigurðard.

„Við viljum sérstaklega þakka fyrir þjónustu ykkar og góða hjálp. Okkur þótti fararstjórn í Búdapest mjög góð“

Farþegar vor 2016

Við vorum að koma fyrirtækið úr ótrúlega vel heppnaðri helgarferð til Berlínar.   Eitt af því sem gerði ferðina svona góða var leiðsögn Mariu um borgina.  

Ég hef ferðast töluvert – en aldrei fengið eins góða, áhugaverða og skemmtilega leiðsögn eins og frá Mariu.  

Þetta var til háborinnar fyrirmyndar.   Takk fyrir okkur.    

Fyrir hönd Endurskoðun & Ráðgjöf, Eymundur Einarsson