Úrval Útsýn býður upp á sjö daga heilsu- og dekurferð fyrir konur á öllum aldri til Tossa de Mar á Costa Brava ströndinni 26. maí til 2. júní 2020. Gist verður á Gran Hotel Reymar sem er staðsett við ströndina, en frá hótelinu er einstaklega fallegt útsýni yfir bæinn og kastalann í Tossa de Mar.   Bjargey Ingólfsdóttir er fararstjóri ferðarinnar en hún mun leiða hópinn og halda námskeiðið Besta útgáfan af sjálfri þér sem er skemmtilegt og uppbyggjandi sjálfstyrkingarnámskeið fyrir allar konur sem vilja láta drauma sína rætast og upplifa sanna hamingju í sínu lífi.

    Sæki dagsetningar...

    Ferðalýsing

    Verð og dagsetningar

    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, og íslensk fararstjórn.
    Sæki verð...