Oitavos Dunes er glæsilegt 5 stjörnu golfsvæði rétt fyrir utan Lissabon, nánar tiltekið við hlið bæjarins Cascais sem er staðsettur við Atlantshafið. Oitavos Dunes er talinn besti golfvöllur Evrópu og í topp 20 bestu golfvalla skv. vefsíðu Top 100 Golf Courses
Oitavos Dunes er talinn einn af bestu golfvöllum Portúgals. Til að mynda er völlurinn í 3. sæti yfir bestu golfvelli landsins skv. vefsíðunni Top 100 Golf Courses og í hópi 20 bestu golfvalla Evrópu. Að auki hefur Oitavos Dunes haldið Opna Portúgalska meistaramótið í fjórgang en mótið er hluti af Evrópsku mótaröð karla.
Völlurinn er skemmtileg bland af strandar- og skógarvelli. Par vallarins er 71. Af gulum teigum spilast völlurinn rúmlega 5800 metrar og rétt yfir 4600 metrar af rauðum teigum. Ekki er nóg með að völlurinn er frábær í alla staði heldur má einnig sjá stórfenglegt útsýni til Atlantshafsins af mörgum stöðum vallarins.
HÓTELIÐ – THE OITAVOS
The Oitavos er lúxus 5 stjörnu nýmóðins hótel sem er staðsett við hlið golfvallarins og inn í Sintra-Cascais náttúrusvæðinu. Auk golfvallarins er sundlaug, heilsurækt, heilsulind með miklu framboði af meðferðum og önnur þjónusta.
Herbergin á The Oitavos er fallega innréttuð í módernískum stíl. Gestir munu geta látið fara vel um sig en herbergin eru mjög rúmgóð eða 64fm að stærð auk 16fm verandar.
Veitingastaður hótelsins, Ipsylon, er alrómaður á svæðinu fyrir frábæran mat og með góðu útsýni yfir Sintra-Cascais náttúrusvæðið. Veitingastaðurinn býður upp á alþjóðlegan mat með módernísku ívafi.
Í stuttri göngufjarlægð er veitingastaðurinn Verbasco sem er einnig í eigu hótelsins. Á Verbasco er boðið upp á portúgalska rétti og tapas í afslöppuðu umhverfi. Að auki er hægt að fá sushi og sérstaka smakk-matseðla.
Á hótelinu má finna frábæra heilsulind sem býður upp á ýmsar meðferðir. Að auki eru heitir pottar og gufuböð fyrir gesti til að slaka á eftir annasaman dag á golfvellinum eða við sundlaugarbakkann. Tennisvellir, skvassvellir, innisundlaug og líkamsrækt má einnig finna á hótelinu.
Innifalið í verði:Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, Morgunmatur, golfsett með farangri, 7 nætur á 5 stjörnu gistingu, golfpoki 15 kg, og 5 golfhringir á Oitavos Dunes.
Ekki innifalið í verði:Flutningur til/frá flugvelli og hótels, eða Golfkerra/golfbíll.