Velkomin i spennandi vikuferð á vit seiðandi menningar og margbrotnar söguslóðir marokkósku þjóðarinnar. Við þræðum leiðina á milli slóða og borga sem allar geyma ríka sögu og hefðir í ævafornum miðborgum sem litlum breytingum hafa tekið í aldanna rás. Það verður enginn svikinn af þessari innsýn í litríkt mannlif og matarlist, magnaða menningu og stórbrotnar minjar um liðna tíð. Samskonar ferðir síðustu ár tókust einstaklega vel.
Beint leiguflug til Marrakesh þar sem enskumælandi fararstjórinn tekur á móti þátttakendum. Rútuferð til Ayoub Marracech hótelsins (eða sambærilegs hótels). Kvöldverður á hótelinu er innifalinn í verði.
18. apríl: Marrakesh
Að loknum morgunverði hefst dagsferð um helstu undur Marrakesh. Meðal annars skoðum við Menara-skrautgarðana og eyðum drjúgum tíma í hinum tímalausa gamla borgarhluta og stöldrum við á helstu merkisstöðum, t.d. Bahia-höllinni, Saadien-gröfunum og risatorginu Djemaa el Fna. Auðvitað reikum við líka um götur og torg, upplifum ósvikið andrúmsloft þessarar einstöku borgar. Hádegisverðarstopp um miðjan dag (ekki innifalinn) en kvöldverður er innifalinn og gist verður aftur á Ayoub Marracech-hótelinu.
19. apríl: Azrou – Ifran – Meknes – Fes
Eftir morgunverð ökum við frá Marrakesh upp í Atlasfjöllin en þetta er lengsta dagleiðin (460 km). Fyrsti áfangastaðurinn er borgin Beni Mellal sem margir telja eina fegurstu borg landsins en byggðin er ævaforn og m.a. er talið að manngerðir hellar séu til marks um híbýli nútíma-mannsins í árdaga. Hér verður snæddur hádegisverður (ekki innifalinn). Ferðin heldur áfram til bæjarins Azrou sem stendur í 1250 metra hæð og áfram framhjá Ifran sem er mest sótti sumar- og vetrarstaður Marokkómanna. Áfangastaður dagsins er borgin Meknes þar sem snæddur verður kvöldverður (innifalinn) og gist næstu nótt í Fes. Meknes er fyrrum höfuðborg Marokkó og gamli bærinn er umkringdur voldugum virkisveggjum og sedrusviðarskógi og mikið sóttur af ferðamönnum.
20. apríl: Fes
Eftir morgunverð hefst dagsferð um Fes, sem stundum er kölluð “draumaborgin“, hún var stofnuð á 8. öld og er elst hinna fjögurra konunglegu borga í Marokkó. Það er sem við stígum aftur í miðaldir þegar við göngum um gömlu borgina. Heimsækjum m.a. hina frægu Karaouine- mosku (förum ekki inn) sem byggð var byggð árið 857. Moskan er talin heilagasta moska landins og mikið sótt af múslimum til bæna og íhugunar. Þá verður á vegi okkar Medersa Attaryne, þar sem nemendur stúdera Kóraninn en byggingarnar eru á heimsminjaskrá UNESCO. Þá hið undursamlega grafhýsi My Isdriss (förum ekki inn) og loks listamannahverfið þar sem listasmíðin er margbreytileg. Hádegisverður í Fes (ekki innifalinn) en síðan göngum við um gömlu borgina og drekkum í okkur mannlífið. Kvöldverður (innifalinn) og gisting næstu nótt.
21. apríl: Rabat – Casablanca
Um morguninn verður komið við í Meknes en síðan ekið áfram til Rabat, höfuðborgar Marokkó. Litast um í borginni og haldið m.a. til Konungshallarinnar, Hassan-turnsins, grafhýsis Mohammed V (afa núverandi konungs) og endað á markaðnum sem ilmar af handverki og framandi kryddum. Eftir hádegisverð (ekki innifalinn) heldur ferð áfram til Casablanca, þeirrar seiðandi borgar, þar sem við tekur skoðunarferð; skyldi Inghrid og Bogart enn bregða fyrir? Kvöldverður (innifalinn).
22. apríl: Marrkesh
Um morguninn lokum við hringnum og ökum til Marrakesh. Á leið út úr borginni verður komið við í grafhýsi Hassans II (aðgangur ekki innifalinn) sem var konungur landins 1961-1999. Hann fær misjöfn eftirmæli og þótti harður og óvæginn einræðisherra. Í leiðarlok í Marrakesh verður borðaður hádegisverður á hótelinu (innifalinn), slakað á og notið lífsins. Kvöldmatur að hætti hvers og eins (ekki innifalinn) en í boði verður kvöldverður með þjóðlegri skemmtidagskrá á marokkóskum veitingastað . Síðustu nóttina verður gist aftur á Ayoub Marracech hótelsinu
23. apríl: Heimferð
Að loknum morgunverði verður hugað að heimferð og þátttakendum ekið út á flugvöll.
FLUGIÐ TIL MAROKKÓ
Flogið með Icelandair beint frá Keflavík til Marrakesh og tekur flugið um 5 klst.
17. apr. KEF – RAK (FI 1572): 8:30 – 14:20
23. apr. RAK – KEF (FI1573): 16:30 – 20:20
ANNAÐ
Vegabréf þurfa að hafa gildistíma fram yfir 6 mánuði áætlaðs heimafarardags.
Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
Minnum á ferðaskilmála Úrvals-Útsýnar (sjá uu.is).
Verð og dagsetningar
Innifalið í verði:Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, 6 nætur á 4 stjörnu gistingu, farartæki sem hæfir stærð hópsins, hálft fæði (morgun - og kvöldverður nema 19. okt er hádegisverður í stað kvöldverðar), og enskumælandi fararstjóri.
Ekki innifalið í verði:Athugið að ekki er boðið upp á fararstjórn, drykkir, aðgangur að einstökum stöðum sé þess krafist, eða ferðatryggingar.