Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Intro Schloss Platz

Fleesensee er frábært golfsvæði rúmlega 1 klst fyrir norðan Berlín. Golfsvæðið er með þrjá 18 holu golfvelli, tvo 9 holu golfvelli ásamt risastóru æfingasvæði. Frægasti völlurinn, Schloss Torgelow, er notaður sem úrtökuvöllur fyrir 1.stig Evrópsku mótaraðarinnar. Hafa margir af bestu kylfingum Íslands lagt leið sína til Fleesensee og allir sammála að þarna sé um að ræða frábært svæði þar sem kylfingar af öllu getustigi geta notið sín. Fleesensee er mjög vinsæll áfangastaður meðal þýskra kylfinga sem og frá öðrum löndum í mið Evrópu sem segir ýmislegt um gæði golfsvæðisins.

Golfvellirnir í Fleesensee eru fimm talsins. Frægastur þeirra er Schloss Torgelow sem er par 72. Völlurinn er frekar sléttur en mikilvægt er að halda sig á braut þar sem hátt röffið getur gleypt kúlurnar og vel staðsettar vatnstorfærur soga til sín boltana. Flatirnar eru stórar og eru margar hverjar vel varðar af glompum. Af öftustu teigum spilast Schloss völlurinn 6301 metrar. Af gulum er völlurinn 5897 metrar og af rauðum teigum er völlurinn 4861 metra langur. Torgelow er notaður sem úrtökuvöllur fyrir 1. stig evrópsku mótaraðarinnar.

1 Schloss Platz 02

Hinn 18 holu völlurinn heitir einfaldlega Schloss. Skemmtilegur völlur sem fyrirgefur meira en Torgelow af teig. Völlurinn er par 72 og spilast 6402 metrar af hvítum teigum, 5970 metrar af gulum teigum og 4935 metrar af rauðum teigum.

2 Axel Lange Generali Platz

Axel-Lange er 18 holu par 67 völlur. Völlurinn hentar byrjendum sérstaklega vel þar sem hann er ekki langur, breiðar brautir og stórar flatir á hverri holu. Hinsvegar leynir völlurinn vel á sér þar sem talsvert af vötnum er á leið og vel staðsettar glompur.

Að auki eru tveir 9 holu vellir sem eru með blöndur af par 3 og par 4 holum. Skemmtilegir vellir til að skerpa sig með stuttu járnunum og stutta spilinu.

Æfingasvæðið í Fleesensee er stórglæsilegt í alla staði. Driving-Range-ið er hringlaga með mikið af skotmörkum. Að auki eru nokkrar pútt, vipp og pitch flatir þar sem er hægt að æfa öll höggin í bókinni.

3 Schloss Fleesensee

Gist verður á Schloss Fleesensee sem er glæsilegt 5★ hótel. Hótelið býður upp á frábær rúmgóð herbergi (30fm) með öryggishólfi, flatsjónvarpi, mini-bar, loftkælingu og fleira. Þrír veitingastaðir eru á hótelinu. Flott líkamsrækt, útisundlaug, finnskt gufubað og glæsilegt spa eru einnig innan veggja hótelsins. Morgunverðarhlaðborð er innifalið í gistingu og hægt er að fá hálft fæði gegn aukagjaldi. 

Í 5 mín. fjarlægð er bærinn Malchow sem er lítill og sjarmerandi bær með nokkra veitingastaði. Í 20 mín. fjarlægð er Waren sem er með skemmtilega höfn þar sem má finna marga veitingastaði og iðandi mannlíf.

Schloss Spa Pool 3

Schloss Spa Finnische Sauna

Terrassenzimmer

Bar 1842

Verð frá 129.900 kr. á mann í tvíbýli m.v. 4 nætur

Innifalið í verði

 • Flug með Icelandair
 • 20kg taska og golfsett (20kg)
 • Fjórar nætur á Fleesensee Schloss hótel m. morgunmat
 • Ótakmarkað golf í 3 daga
 • Golfkerra

Ekki innifalið

 • Flutningur til og frá flugvelli

Pakkaferðir

Glæsileg golfferð til Fleesensee þar sem er ótakmarkað golf og golfkennsla. Í boði eru tvær ferðir; 6-11 maí og 11-15 maí. Spilaðar verða 18 holur um morguninn. Eftir hádegi geta kylfingar ráðið því hvort að þeir vilji spila fleiri holur eða koma í hópkennslu hjá fararstjóra ferðarinnar og golfstjóra Úrvals Útsýnar, Þórði Rafni Gissurarsyni. Verður Þórður með hópkennslu eftir hádegi fyrir þá sem vilja. Þórður mun hjálpa kylfingum með alla þætti golfsins, allt frá púttum til teighögga alla daga. Geta kylfingar valið hvort þeir vilja koma í ákveðna kennslutíma eða koma í þá alla. Að auki mun Þórður vera með fyrirlestra um golfvallarstjórnun (course management) og andlega þjálfun. 

 

 Verð á mann m.v. 
tvíbýli
6. - 11. maí5 dagar 175.900
11. - 15. maí4 dagar 165.900

Innifalið í verði:

 • Flug með Icelandair
 • Taska (20kg) og golfpoki (20kg)
 • Ótakmarkað golf á Fleesensee golfsvæðinu
 • Golfkerra
 • Gisting með morgunmat á 5* Schloss Fleesensee
 • Akstur til og frá flugvelli
 • Ótakmörkuð kennsla og fyrirlestrar hjá Þórði Rafni Gissurarsyni

Hægt er að fá hálft fæði gegn aukagjaldi.

Hægt er að fá leigðan golfbíl gegn aukagjaldi.

 

 

„Fleesensee er frábært golfsvæði ca. 1 klst. frá Berlín. Ég hef margsinnis farið þangað að keppa á Pro Golf Tour atvinnumótaröðinni eða í úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina. Svæðið gerist varla flottara og hótelið er stórglæsilegt í alla staði! Ég er stoltur að geta boðið upp á þennan glæsilega áfangastað og handviss um að íslenskir kylfingar munu njóta sín þar til fulls.“

– Þórður Rafn Gissurarson, golfstjóri Úrvals Útsýnar