Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Lumine Golf

Barcelona Golf - Við sérsníðum ferðina að þínum óskum

Vantar þig og spila félagana ferðina fyrir haustið? Við bjóðum upp á golfferð til Barcelona þar sem flogið verður með Norwegian Air á Barcelona El-Prat flugvöllinn og svo keyrt niður til Tarragona, sem er um það bil klukkustunda keyrsla.


Gist verður á Hotel Estival Park þar sem morgunmatur og kvöldverður er innifalinn. Hótelið er alveg við ströndina en það samanstendur af þrem stærðarinnar byggingum sem innihalda 899 herbergi og flottan sundlaugagarð.

Hotel Estival Park

Þar rétt hjá er Lumine golfsvæðið sem hefur að geyma tvo 18 holu velli og einn 9 holu hannaðir af Greg Norman. Þetta er eitt af flottustu svæðunum á Spáni en þarna hafa sumir af bestu kylfingum Evrópu spilað á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina.

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Keili, hefur keppt og stundað æfingar þarna á milli móta en hann hafði þetta um svæðið að segja:

„Mér fannst mjög skemmtilegt að koma á Lumine svæðið, indælt starfsfólk og flottur klassi á öllu svæðinu. Vellirnir eru æðislegir enda koma margir af bestu spilurum Evrópu hingað að keppa. Æfingasvæðið er ekki verra og gat maður eytt mörgum klukkutímum að æfa þar“

Golfvöllurinn

Einnig eru Bonmont Golf, Aigüesverds Golf, Costa Dorada golfsvæðið innan hálftíma aksturs frá hótelinu. Aðeins lengra frá eru Graiera og Panoramica Golfvellirnir. Hægt er að spila á öllum þessum völlum.

Allir daga sem spilaðir eru innihalda ótakmarkað golf og því hægt að fara fleiri en 18 holur.

Hægt verður að bjóða upp á dagsferð til Barcelona eða ferð til Priorat þar sem mörg bestu vín Spánar eru framleidd.


*Verð er breytilegt þar sem ferðin er eingöngu pöntuð út frá fyrirspurnum, en þannig getum við sérsniðið ferðina að þínum óskum.