Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Roda Golf

Frábær nýjung í boði fyrir golffarþega Úrval Útsýnar

Roda Golf er frábær 18 holu völlur á Murcia svæðinu suður af Alicante á Spáni. Völlurinn er par 72 og hannaður af Dave Thomas sem hefur hannað fjöldann allann af frábærum golfvöllum.

Roda Golfvöllurinn

Roda völlurinn er skemmtilega hannaður þannig að allir kylfingar óháð getu eigi að njóta þess að spila hann. Allar holurnar er með stórar flatir með hæfilega miklu landslagi. Þrjú stór vötn eru á vellinum en hafa ekki mikil áhrif á leik. Roda Golf spilast 6177m hvítum teigum, af gulum 5.819m. og af rauðum 5.244m. Klúbbhúsið er fyrsta flokks í alla staði með veitingastað sem hefur hefur verið verðlaunaður fyrir gæði.

Roda Golf Utandyra

Gist er í rúmgóðum íbúðum við golfvöllinn. Íbúðirnar sem eru með 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum eru búnar öllum helstu þægindum utan þess að það eru ekki hárþurkur, gott fyrir konurnar að hafa í huga. Íbúðirnar eru í 3-10 mín göngufjarlægð frá klúbbhúsinu þar sem morgunmaturinn er.

Roda Golf Innandyra
 

Roda Golf er tæplega 100 km. Suður af flugvellinum í Alicante. Rétt um 60 mín akstur. Í allra næsta nágrenni eru bæirnir Los Narejos (4 mín), Los Alcázares (5 mín) og San Javier (10 mín) þar sem er að finna veitingastaði og verslanir allt eftir þörfum hvers og eins. Ströndin í Los Narejos er aðeins í 5 mín. aksturs fjarlægð.

Aragrúi af veitingastöðum er 5-7 mín fjarlægð með bíl. Þeir sem vilja bara vera á svæðinu geta keypt Half Board pakka á 15.000kr fyrir viku og 30.000kr fyrir tvær vikur.

Fyrir þá sem vilja versla aðeins þá er La Zenia verslunarmiðstöðin í 20 mínútna fjarlægð. Allar helstu verslanir t.d. Zara, H&M, Springfield, NYX og Lacoste.

Heimasíðu verslunarmiðstöðvarinnar má nálgast hér.

ÓTAKMARKAÐ GOLF Í VIKU, MORGUNMATUR OG GOLFKERRA INNIFALIÐ. 

Verð í fjórbýli í 7 nætur er frá kr. 149.900

TAKMARKAÐUR SÆTAFJÖLDI

Verð á mann m.v.
einbýli tvíbýli þríbýli fjórbýli
6. apríl - 13. apríl7 dagar 199.900 169.900 164.900 159.900
8. apríl - 15. apríl7 dagar 199.900 169.900 164.900 159.900
15. apríl - 29. apríl14 dagar 309.900 264.900 249.900 239.900
8. maí - 15. maí7 dagar 179.900 159.900 154.900 149.900
11. maí - 18. maí7 dagar 179.900 159.900 154.900 149.900
15. maí - 22. maí7 dagar 179.900 159.900 154.900 149.900

 

Rástímar eru flesta daga að byrja milli átta og níu á morgnana þannig að það gefst ágætur tími til að leika meira golf samdægurs fyrir þá sem það vilja.

Innifalið

  • Flug með sköttum, 20 kg. tösku og 15 kg. golfsetti
  • Akstur milli flugvallar og hótels
  • Morgunmatur
  • Ótakmarkað golf og golfkerrur
  • Íslensk fararstjórn

Tenglar:

http://tour360.rodagolf.com/index_en.htm