Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Villaitana er mörgum íslenskum kylfingum góður kunnur. Flott golfsvæði rétt norðan við Benidorm sem státar af tveimur 18 holu völlum. Levante völlurinn er hannaðar af engum öðrum en Jack Nicklaus. Völlurinn er í amerískum stíl, er par 72 og spilast 6576m af öftustu teigum. Af gulum teigum er völlurinn 5777m að lengd og 4687m af rauðum teigum. Vötn koma inn í leik á fimm brautum vallarins en annars leynast glompur víðsvegar um völlinn og kylfingar þurfa gæta sín á að fara ekki í þá. Glæsilegt útsýni er af vellinum yfir Benidorm.

Poniente er einnig hannaður af Jack Niccklaus. 18 holu völlurinn er svokallaður „Executive“ völlur þ.e. í styttri kantinum. Er hann blanda af par 3 og par 4 holum. Poniente er par 62 og spilast 3674m af öftustu teigum, 3288m af gulum teigum og 2559m af rauðum teigum. Þrátt fyrir að vera ekki langur völlur er hann þröngur og litlar flatir sem gefa engan afslátt. Er því mikilvægt að vera nákvæmur af teig.

Á Villaitana er glæsilegt driving range ásamt púttflöt. Klúbbhúsið er stórt og býður upp á frábæran mat. Enginn kylfingur verður fyrir vonbrigðum með að spila á Villaitana.

Gistingin er ekki af verri endanum. Asia Garden Hotel & Thai Spa er glæsilegt 5* hótel í taílenskum stíl stutt frá golfvellinum. Sjö útisundlaugar og heilsulind er á hótelinu auk þess að fjórir frábærir veitingastaðir eru á hótelsvæðinu þar á meðal asískur a la carte veitingastaður.

Herbergin eru mjög rúmgóð eða 30fm að stærð. Eru í balískum stíl og státa af svölum með garðhúsgögnum eða verönd með góðu útsýni. Flatsjónvarp, loftkækling, mini-bar og öryggishólf. Baðherbergið er veglegt og inniheldur baðkar og sturtu. Skutla er á golfvöllinn frá hótelinu.

Villaitana er einungis í 35-40 mínútna keyrslu frá Alicante og fimm mínútna keyrslu frá miðbæ Benidorm. La Marina Centro Commercial verslunarmiðstöðin er einungis í 3ja mínútna keyrslu frá hótelinu.

 Verð á mann m.v. 
einbýlitvíbýli
8. apríl - 15. apríl7 dagar 299.900 209.900
15. apríl - 22. apríl7 dagar 299.900 209.900 Uppselt
18. maí - 25. maí7 dagar 299.900 219.900

Innifalið í verði

  • Flug með 20kg tösku og 20kg golfpoka
  • Gisting í 7 nætur á Asia Gardens Hotel & Thai Spa með morgunmat
  • Fimm golfhringir m. golfkerru

Ekki innifalið í verði

  • Flutningur til og frá flugvelli