Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Enska ströndin

Jardin del Atlantico er einfalt 2ja stjörnu íbúðahótel um 200m frá strönd. Snyrtilegar og ágætlega búnar íbúðir. Gróðursæll sundlaugagarður með sundlaug, sem var endurnýjaður nýlega. 

Í júní og júlí 2019 munu vera í gangi framkvæmdir á svölum í nokkrum íbúðum. Gestir verða ekki látnir vera nálægt framkvæmdunum.

GISTING 

Snyrtilegar og ágætlega búnar íbúðir með einu svefnherbergi. Í öllum íbúðum er svefnherbergi, stofa, baðherbergi, sími og svalir. Hægt að leigja viftu í gegnum fararstjóra eða í gestamóttöku. Eldhúskrókur er í íbúðunum með hellum, litlum ísskáp og katli. 

AÐSTAÐA

Í sundlaugargarðinum eru sundlaug, sundlaugarbar og barnalaug. Lítil verslun er á staðnum og leikherbergi. Internetaðgangur á sameiginlegum svæðum gegn gjaldi. Gestir hafa aðgang að þvottavél og þurrkara gegn aukagjaldi.

AFÞREYING 

Á hótelinu er hjólaleiga og lítið diskótek sem gestir hafa frían aðgang að á kvöldin. 

VEITINGAR 

Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborð og bar. 

FYRIR BÖRNIN 

Í garðinum er leikvöllur.

STAÐSETNING 

Jardin del Atlantico er staðsett um 200 metra frá stönd á Ensku ströndinni. Um 15 mínútur eru á flugvöllinn. 

AÐBÚNAÐUR JARDIN DEL ATLANTICO 

Íbúðir 

Svalir/veröld

Eldhús 

Baðherbergi

Útilaug 

Leikvöllur

Tennisvöllur 

Nudd 

Veitingastaður 

Snarlbar

Hjólaleiga 

Mini-golf 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Avda San Christobal de la Laguna 8 Playa del Inglés

Kort