Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Enska ströndin
UPPLIFUN

Rúmgóðar stúdíóíbúðir á líflegu svæði á Ensku Ströndinni, skammt frá verslunarmiðstöðvunum Metro og Kasbah og fjölda veitingahúsa. Aðeins 300 metrar á ströndina.

 

VISTARVERUR

 

Rúmgóðar stúdíóíbúðir. Sum studíóin hafa nýverið tekin í gegn og eru þau á 1. og 2. hæð. Í öllum íbúðum er gervihnattasjónvarp gegn gjaldi, sími, öryggishólf, baðherbergi með sturtu, svalir með garðhúsgögnum. Svefnaðstaðan og stofan eru í einu rými en þó með litlum vegg sem skilur svæðin af. Eldhúsið er alveg sér. Óvenju rúmgóð studio.

Í eldhúskróknum eru eldavélarhellur og ísskápur.

AÐSTAÐA

Í sundlaugargarðinum er sundlaug, tennisvöllur, barnalaug og lítið leiksvæði fyrir börn. Á þaki hússins, 8. hæð, er hægt að sóla sig og njóta útsýnisins yfir ensku ströndina um leið.

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er þráðlaust internet.

VEITINGASTAÐIR

Fjöldi veitingastaða er í næsta nágrenni s.s. Tex Mex og El Gaucho

 

FYRIR BÖRNIN

 

Barnalaug og lítið leiksvæði fyrir börn.

Upplýsingar

Avenida de Italia 23, Playa del Ingles 35100, Spain

Kort