Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Madonna

Hotel Miramonte er fjölskyldurekið 4ra stjörnu hótel, vel staðsett í Madonna. Stutt er í skíðalyftur frá hótelinu og í lok dags er hægt að skíða nánast heim að dyrum. Á hótelinu er frábært þjónusta.

GISTING 

Herbergin eru rúmgóð og búin öllum helstu þægindum. Val er um klassísk herbergi, Jr. svítu og Luxury herbergi. Klassísk herbergin eru fallega hönnuð og hlýleg með aðstöðu fyrir tvo. Þar er þó hægt að bæta við aukarúmum. Í herbergjunum er gott baðherbergi með sturtu og sjónvarp. Luxury herbergin eru fallega uppgerð og björt. Jr. Svíturnar eru stærri með setuaðstöðu, sjónvarpi, baðvörum, baðkari eða sturtu, sjónvarpi og fl. Sum herbergi eru með svölum. 

AÐSTAÐA 

 Á hótelinu er lítil líkamsræktaraðstaða og gufubað. Hægt er að panta tíma í nudd á hótelinu og einnig er sameiginleg setustofa til staðar.

VEITINGAR

Á hótelinu er veitingastaður og bar. Veitingastaður hótelsins býður uppá alþjóðlega og innlenda matargerð.  

STAÐSETNING 

Hotel Miramonti er staðsett miðsvæðis í Madonna. Stutt er í lyftur frá hótelinu og í lok dagsins er hægt að skíða nánast heim að dyrum. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL MIRAMONTE

Klassísk herbergi

Jr Svíta 

Luxury herbergi

Sjónvarp

Baðherbergi 

Líkamsræktaraðstaða

Verönd 

Veitingastaður 

Gufubað

Nudd 

Þvottahús 

Lyfta 

Kynding 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Ferðamenn í Madonna greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum.

Upplýsingar

Via Cima Tosa 63 Madonna de Campiglio Italy

Kort