Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Puerto de la Cruz

 

H10 Tenerife Playa - Puerto de la Cruz  fjögra stjörnu hótel.  Við hótelið er fallegur garður og eru þar  tvær sundlaugar, ásamt einni barnalaug sem er upphituð yfir vetrarmánuðina. Einnig er íþróttasvæði við hótelið og leikjaherbergi, ásamt sauna, nuddstofu og þvottaaðstöðu gegn gjaldi. Tveir veitingastaðir eru á hótelinu. Annar er með buffet hlaðborð og hinn er með léttum réttum. Einnig eru tveir barir á hótelinu sem eru með skemmtilegu útsýni yfir strandgötuna og hlýlegu andrúmslofti. Herbergin eru með útsýni yfir sundlaugagarðinn, göngugötuna eða sjóinn og gera þetta hótel eftirsóknarvert, enda mikið líf og fjör allt í kring. Stuttur gangur er niður í gamla bæinn, Puerto de la Cruz, þar sem aragrúi af fallegum veitingahúsum, börum og kaffihúsum skreyta bæinn. Þetta er flott hótel á frábærum stað

Athugið að fararstjórar Tenerife eru staðsettir á suðurhluta eyjunnar en hægt er að ná í fararstjóra í þjónustusíma frá 10-16 og neyðarsíma allan sólarhringinn.

Upplýsingar

Av. Colón, 12 E-38400 Puerto de la Cruz - Tenerife

Kort