Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

St Johann Tyrol

Mjög gott fjölskyldurekið hótel neðst í St. Johann bænum. Hótelið er með 60 herbergi, góða heilsulind og útilaug. Gestamóttaka, notalegur bar og veitingastaður. Kaffihús með nýbökuðum kökum síðdegis og í dansklúbbnum Tennerhof er lifandi tónlist um helgar. Skíðarútan stoppar við hótelið.

Herbergin. Notaleg 18-22fm Tvíbýli Classic hýsir mest 2 fullorðna og 1 barn. Junior Suite 45 fm hýsir mest 4 fullorðna.  Baðherbergi með sturtu eða baðkari, sjónvarp, sími, öryggishólf, hárþurrka, baðsloppar, þráðlaust net.

Heilsurækt: Upphituð útisundlaug (32°) sem tengist mjög notalegri heilsulind en þar er  sauna, vatnsgufa, aroma hellir og hvíldarherbergi. Nudd og ljósabekkir gegn gjaldi.

Staðsetning: Hótelið er á góðum stað rétt við brúna neðst í St. Johann. Skíðarútan stoppar við hótel en 900 metrar er að skíðalyftum.

Innifalið í verði er gisting með morgunverðarhlaðborði og 3ja rétta kvöldverði, hátíðarkvöldverður um jól og áramót, aðgangur að heilsurækt og sundlaug.

ATH í Austurríki þarf að greiða ferðamannaskatt sem er 2,20 EUR pr. mann pr. dag og greiðist þetta beint til hótelsins. 

 

Upplýsingar

5600 St. Johann im Pongau Hauptstraße 78

Kort