Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

St Johann Tyrol

Mjög gott fjölskyldurekið hótel neðst í St. Johann bænum. Hótelið er með 60 herbergi, góða heilsulind og útilaug. Gestamóttaka, notalegur bar, veitingastaður og sólarverönd. Kaffihús með nýbökuðum kökum síðdegis og í dansklúbbnum Tennerhof er lifandi tónlist um helgar. Skíðarútan stoppar við hótelið.

Herbergin. Notaleg 18-22fm tveggja manna herbergi (Comfort). Hægt að bæta við aukarúmi ef óskað er. Baðherbergi með sturtu eða baðkari, gervihnattarsjónvarp, sími, öryggishólf, hárþurrka, baðsloppar, internettenging.

Heilsurækt: Upphituð útisundlaug (32°) sem tengist mjög notalegri heilsulind. Líkamsræktaraðstaða með tækjum, sauna, vatnsgufa, aroma hellir, hvíldarherbergi. Nudd og ljósabekkir gegn gjaldi.

Staðsetning: Hótelið er á góðum stað rétt við brúna neðst í St. Johann. Skíðarútan stoppar við hótel.

Innifalið í verði er gisting með morgunverðarhlaðborði og 3ja rétta kvöldverði, hátíðarkvöldverður um jól og áramót, aðgangur að heilsurækt og sundlaug og ferðamannaskattur. 

Upplýsingar

5600 St. Johann im Pongau Hauptstraße 78
Sjá vefsíðu

Kort