Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Puerto Rico

Marina Suites er góð 4ra stjörnu gisting staðsett í hjarta Puerto Rico sem var að hluta til uppgert árið 2015. Hótelið er staðsett í nálægð við smábátahöfnina og er hönnun þess öll hin fallegasta. Fjöldinn allur af veitingastöðum, verslunum og börum eru við höfnina í miðbæ Puerto Rico og er hótelið því afar vel staðsett. Góður garður og dásamlegt útsýni. 

GISTING 

Val er um Select eða Standard svítur fyrir 2, 3 eða 4. Svíturnar eru fallega innréttaðar í ljósum litum og eru búnar öllum helstu þægindum. Standard og Select svíturnar eru loftkældar með eldhúskrók, baðherbergi og svölum eða verönd. Þar er að finna tvíbreitt rúm og svefnsófa. Eldhúskrókurinn samanstendur af ískáp, ristavél, kaffivél og eldunaraðstöðu. Bæði Standard svíturnar og Select svíturnar eru með fríu interneti. Select svíturnar eru fyrir þá sem vilja örlítið meira en eru þær staðsettar hærra í byggingunni með betra útsýni. Allar svítur eru með útsýni yfir höfnina eða Atlantshafið. 

AÐSTAÐA 

Hótelið er vel staðsett með fallegu útsýni yfir höfnina og hefur hótelið í raun verið byggt að miklu leiti út frá þeirri fallegu sjávarsýn sem í boði er Infinity pool er stór sundlaug og við hana er góð aðstaða til sólbaða þar sem gestir geta horft yfir hafið. Í garðinum er einnig nuddpottur fyrir fullorðna fólkið og barnalaug. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða og snyrtistofa þar sem gestir geta fengið hinar ýmsu snyrtimeðferðir(gegn gjaldi). 

AFÞREYING 

Á hótelinu er hjólaleiga þar sem gestir geta leigt hjól(gegn gjaldi) og kannað eyjuna á eigin forsemdum. Góðir golfvellir eru á Kanarí fyrir kylfingana. 

VEITINGAR

Á hótelinu er veitingastaðurinn La Sirena sem býður upp á fjölbreytt hlaðborð og Atlantic Pool bar þar sem morgunverður er framreiddur ásamt hádegisverði og léttu snarli yfir daginn. Í andyrinu er fallegur bar og vel hannaður veitingastaður sem er notaður yfir vetrarmánuðina. Á sumrin er allur matur borinn fram við sundlaugina, með útsýni yfir Atlantshafið. 

FYRIR BÖRNIN 

Á Marina Suites er barnaklúbbur, starfsemin fer fram í skemmtilegum kofa með litlum leikvelli. Í garðinum er barnalaug. 

STAÐSETNING

Marina Suites er staðsett í hjarta Puerto Rico á Kanarí við hina fallegu smábátahöfn. 300 metrar eru í fallega strönd og 10 mínútna gangur í aragrúa veitingastaða og verslana. Amadores ströndin er í 10 mínútna göngufjarlægð Anfi Tauro golfvöllurinn í 5 mín akstursfjarlægð 

AÐBÚNAÐUR Á MARINA SUITES 

Svítur

Eldhúskrókur 

Baðherbergi

Svalir/verönd

Garðhúsgögn

Svefnsófi

Loftkæling

Útisundlaug 

Barnalaug 

Barnaklúbbur 

Líkamsrækt 

Snyrtistofa

Veitingastaður(hlaðborð)

Veitingastaður(a la Carte) 

Frítt internet ?

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Puerto Base 35100 Puerto Rico-Mogan Gran Canaria

Kort