Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Madonna

Hótel St. Hubertus er gott 3ja stjörnu hótel vel staðsett í miðbæ Madonna. Hótelið er með vinsælli hótelum okkar í Madonna vegna frábærrar staðsetningar. Góð setustofa og lítill bar, snyrtilegur morgunverðarsalur fallegur með gamaldags kamínu. St. Hubertus er eitt af þeim hótelum þar sem hægt er að renna sér nánast beint heim að dyrum. Góður kostur fyrir þá sem vilja vel staðsett hótel á góðu verði. 

GISTING 

Herbergin eru lítil og gamaldags, sem gefur þeim ákveðin sveita-sjarma þar sem þau eru viðarklædd hólf í gólf. Húsgögnin eru gjarnan rósótt eða munstruð með ábreiðum og þykkar gardínur. Flest herbergi eru með svölum. Lítil, snyrtileg baðherbergi með hárþurrku. 

VEITINGAR 

Á hótelinu er veitingastaður, þar sem m.a. er framreiddur morgunverður og bar. 

STAÐSETNING 

St. Hubertus er í miðbæ Madonna gegnt kaupfélaginu. Hægt að renna sér nánast heim að dyrum. 50 metrar eru í skíðalyfturnar. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL ST. HUBERTUS 

Verönd 

Veitingastaður 

Skíðageymsla

Sólarhringsmóttaka 

Lyfta 

Baðherbergi 

Setustofa 

Baðkar/sturta 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.
 
Ferðamenn í Madonna greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. 

Upplýsingar

Viale Dolomiti di Brenta, 5 38086 Pinzolo TN, Italia

Kort