Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Madonna

Residence Antares er 3ja stjörnu íbúðagisting, mjög vel staðsett í miðbæ Madonna di Campiglio. Antares er staðsett við 3-tre lyftuna og er nokkra mín gangur að lyftunni og er hægt að skíða að hótelinu í lok dags. Í nágrenni við hótelið eru veitingastaðir og skíðabúðir. Mjög góður kostur fyrir fjölskyldur eða þá sem vilja íbúðagistingu. 

GISTING 

Íbúðirnar eru með einu svefnherbergi og eru búnar helstu þægindum, eldhúskrók og sjónvarpi.

AÐSTAÐA

Þráðlaust internet er í setustofu hótelsins.

VEITINGAR

Á hótelinu er veitingastaður. Þeir sem dvelja í Antares íbúðargistingunni geta keypt morgunverð eða hálft fæði á Miramonte hotelinu og notið þeirrar þjónustu sem þar er að finna. 

STAÐSETNING 

Hótelið er í göngufjarlægð við alla helstu þjónustu, bari og veitingastaði. 

AÐBÚNAÐUR Á RESIDENCE ANTARES 

Kynding 

Leikjaherbergi

Nudd

Íbúðir 

Baðherbergi 

Skíðageymsla 

Veitingastaður 

Þráðlaust internet á setustofu

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Ferðamenn í Madonna greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. 

Upplýsingar

Via Cima Tosa, 62, 38084 Madonna di Campiglio TN, Italia

Kort