Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Madonna

Cristal Palace er mjög gott 4ra stjörnu hótel staðsett í Madonna di Campiglio, 200 metra frá pradalago kláfnum sem er miðsvæðis í bænum. Hægt er að skíða að heim að dyrum hótelsins í lok dags. 

GISTING 

Herbergin eru þægilega innréttuð með mini-bar og sjónvarpi ásamt nettengingu. Notalegt baðherbergi með baðkari eða sturtu. Þar er einnig að finna hárþurrku, slopp og inniskó. Flest herbergi eru með svölum, en þó ekki öll. Fyrir þá vandlátu bjóðum við upp á superior herbergi en þau eru stærri, glæsilega innréttuð með svölum með fallegu útsýni. 

AÐSTAÐA

Á hótelinu er glæsileg heilsulind og líkamsræktaraðstaða, gufubað og innisundlaug. Leikherbergi er fyrir börn á hótelinu þar sem reglulega er dagskrá fyrir hressa krakka. 

VEITINGAR 

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir. Á Panoramic veitingastaðnum er frábært útsýni og Osteria del Circo býður upp á léttari rétti. Á hótelinu er einnig bar. 

STAÐSETNING 

Hótel Cristal Palace er staðsett í Madonna, um 200 metra frá Pradalago kláfnum. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL CRISTAL PALACE 

Verönd 

Standard herbergi

Superior herbergi

Þráðlaust internet 

Baðherbergi

Sloppur 

Sturta/baðkar 

Svalir(á flestum herbergjum, ekki öllum)

Veitingastaður 

Snarlbar

Bar 

Leikherbergi

Barnadagskrá

Skíðageymsla

Heilsulind 

Innisundlaug

Nudd

Kynding 

Þvottahús 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Ferðamenn í Madonna greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. 

Upplýsingar

Via Cima Tosa 104/A, Madonna di Campiglio, 38086, Italy

Kort