Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Enska ströndin

Los Arcos er einföld 2ja stjörnu bungalow gisting staðsett í 10 mínútna fjarlægð frá Yumbo Centrum. Lítil sjarmerandi bungalow hús ramma inn sundlaugargarð með sundlaug og sólbaðsaðstöðu. Við hvert hús er verönd með borðum og stólum þar sem gestir geta notið þess að borða morgnverðinn í morgunsólinni.

GISTING 

Húsin eru innréttuð á einfaldan máta og eru með einu svefnherbergi. Þau eru einnig með borðstofu, eldhúskrók með helluborði, brauðrist, örbylgjuofni og kaffivél. Baðherbergi með sturtu eða baðkari. Einkaverönd með garðhúsgögnum fylgir hverjum bungalow. Íbúðirnar eru þrifnar 5 daga vikunar og skipt er um handklæði tvisvar í viku og skipt á rúmum 1x í viku. Leiga á öryggishólfi kostar 15 evrur á viku. 

AÐSTAÐA 

Í garðinum er sundlaug með sólbaðaðstöðu, veitingastað og bar. Á útisvæði er 18 holu mini golf völlur og leiksvæði þar sem hægt er að fara í borðtennis.  Gestir geta keypt aðgang að þráðlausu interneti. 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Upplýsingar

San Bartolomé de Tirajana Las Palmas España

Kort