Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Madonna

Savoia Palace hotel er 4ra stjörnu hótel staðsett miðsvæðis í Madonna, aðeins 100 metrar eru frá skíðalyftum, aðaltorgi og verslunum. Á hótelinu er heilsulind með gufubað og vinalegur veitingastaður. 

GISTING 

Herbergin eru rúmgóð og vel innréttuð í klassískum stíl. Baðherbergi með baðkari og sturtuhaus, öryggishólf, gervihnattarsjónvarp og frítt internet. Baðsloppur og inniskór. 

AÐSTAÐA 

Á Savoia Palace er heilsulind þar sem gestir geta slakað á eftir langan dag á skíðum. Þar er að finna gufubað, eimbað, nuddpott og slökunar aðstöðu. 

VEITINGAR 

Á hótelinu er veitingastaður sem býður upp á vinalegt andrúmsloft og sérhæfir sig í norður - ítölskum réttum. Þeir sem bóka Savoia Palace um jólin þá er jólakvöldverður innifalinn. 

STAÐSETNING 

Savoia Palace er staðsett miðsvæðis í Madonna, 100 metra frá skíðalyftum, aðaltorgi og verslunum. 

AÐBÚNAÐUR Á SAVOIA PALACE 

Verönd 

Veitingastaður 

Heilsulind 

Nudd 

Þráðlaust internet

Gervihnattasjónvarp

Tyrkneskt bað 

Gufubað

Skíðageymsla 

Töskugeymsla 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Ferðamenn í Madonna greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum.

Upplýsingar

SPH – Via Dolomiti di Brenta, 18 I-38086 Madonna di Campiglio (TN)

Kort