Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Madonna

Hótel Europa er þriggja stjörnu fjölskyldu rekið hótel vel staðsett í miðbæ Madonna. Skíðalyftur eru í göngufærð frá hótelinu . Á sameiginlegum svæðum er sjónvarp, leikherbergi, biljardborð og fleira. Herbergin eru smekklega innréttuð. Á hótelinu er veitingastaður og bar. 

Gisting
Fjölskyldurekið, huggulegt hótel. Rúmgóð og þægileg herbergi, innréttuð í klassískum stíl. Wifi, sjónvarp, hárþurrka, baðherbergi, gott útsýni og fleira á herbergjum. 
 

Aðstaða
Leikjaherbergi, setustofa, billjard borð, lyfta, wifi, geymslustaður fyrir skíði og skíðaskó. Barnaleiktæki fyrir utan hótelið.
Gestir fá afslátt af skíðakennslu og leigu á skíðabúnaði í nágrenni við hótelið. 


Veitingastaðir
Bar og veitingastaður eru á hótelinu. Á morgnanna er vel úti látið morgunverðarhlaðborð og á kvöldin er val um þrjá eða fjóra rétti. 
Gestir hótelsins fá afslátt hjá ýmsum veitingastöðum í nálægð við hótelið. 

Staðsetning

Hótelið er staðsett miðsvæðis, stutt er að fara í skíðalyfturnar við Pradalago.
 

ATH: Ferðamenn greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. 

Upplýsingar

Via Cima Tosa, 81, 38086 Madonna di Campiglio TN, Ítalía

Kort