Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Puerto Rico

Marina Bayview er fallegt 4ra stjörnu íbúðarhótel í Puerto Rico sem er í um það bil 20 mín akstur frá Ensku ströndinni. Um það bil 10-15 mínútur eru niður á strönd. Snyrtilegur garður með sundlaug og barnalaug. Þetta hótel hentar ekki fólki sem á erfitt með gang. Gestir hótelsins mega nota aðstöðu hótelsins Marina Suites, sem er systur hótel Marina Bayview og aðeins í um 10 mínútna göngufjarlægð. 

GISTING 

Bjartar og fallegar íbúðir með sjávarsýn og svölum eða verönd. Íbúðirnar eru með einu svefnherbergi, eldhúskrók og baðherbergi. Þar er að finna sjónvarp, öryggishólf(gegn gjaldi), hárþurrku ofl. Íbúðirnar eru loftkældar og með fríu interneti. Hægt er að velja íbúð með verönd. 

AÐSTAÐA

Frábært útsýni er úr sundlaugagarðinum yfir smábátahöfnina. Þar er að finna sundlaug og barnalaug ásamt góðri sólbaðsaðstöðu. Frítt þráðlaust net í sameiginlegu rými. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða, snyrtistofa og móttakan er opin allan sólarhringinn. 

VEITINGAR

Á hótelinu er veitingastaðurinn La Palena. 

FYRIR BÖRNIN

Barnalaug er á hótelinu. 

STAÐSETNING 

Marina Bayview er staðsett á suð-vestur Kanarí í Puerto Rico, við höfnina. Hótelið er í um 15 mínútna göngufjarlægð frá strönd. Um það bil 20 mínútna akstur er á Ensku ströndina. Hótelið er staðsett í hlíðunum fyrir ofan smábátahöfnina og um 10 mínútna gangur er frá höfninni. 

AÐBÚNAÐUR Á MARINA BAYVIEW

Íbúðir með einu svefnherbergi

Eldhúskrókur 

Loftkæling 

Sjónvarp 

Svalir eða verönd 

Sjávarsýn 

Frítt internet 

Svefnsófi

Sími 

Ísskápur 

Kaffivél 

Teketill

Þrif 

Útilaug 

Barnalaug 

Þvottaðstaða 

Frítt internet 

Snyrtistofa

Líkamsrækt 

Billiard 

Lyfta

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá hótela getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Av de Guayadeque, 3 35130 Puerto Rico, Las Palmas

Kort