Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Enska ströndin
3ja stjörnu smáhýsahótelið Biarritz er án efa eitt af þekktustu hótelunum á Ensku ströndinni. Staðsetningin er frábær, í hjarta Ensku strandarinnar og stutt í allt. Verslunarmiðstöðvar eins og CITA, Yumbo og Sandía eru allar í um 5 mínútna göngufjarlægð og um 800m á ströndina. Öll smáhýsi á Biarritz voru endurnýjuð nýlega. Erfitt hefur verið að útvega smáhýsi á þessu hóteli þar sem gestir sem sækja það koma aftur og aftur. Nú hefur okkur þó tekist að útvega 5 smáhýsi á þessu frábæra hóteli! 

GISTING

Smáhýsin eru 78 og í þeim sem við bjóðum eru eitt eða tvö svefnherbergi, eldhús og stofa. Í setustofu er svefnsófi, sjónvarp, sími og öryggishólf. Rúmgott baðherbergi með hárþurrku. Eldhúsið er mjög vel útbúið með örbylgjuofni, brauðrist og kaffivél. Hver íbúð er með góða verönd og gestir hafa sína eigin sólstóla til umráða. Athugið að ekki er loftræsting heldur eru viftur í stofu og svefnherbergjum. 

AÐSTAÐA

Garðurinn er mjög stór og býður upp á fjölbreytta möguleika. Mjög stór og sérstök sundlaug sem er upphituð á veturna og barnalaug tengd henni og frábær sólbaðsaðstaða þar sem sólstólar fást án endurgjalds. Barnaleikvöllur, minigolf og 3 flóðlýstir tennisvellir er bara lítill hluti af þeirri aðstöðu með hótelið býður upp á. Á hótelinu er líkamsrækt sem gestir geta sótt þeim að kostnaðarlausu. 

VEITINGAR

Á hótelinu er veitingastaður sem framreiðir morgun-, hádegis og kvöldverð í formi hlaðborðs. Kvöldmatur er stundum einnig í boði a la carte. Í boði er að kaupa smáhýsi með morgunverði eða hálfu fæði. 

FYRIR BÖRNIN

Leiksvæði og barnalaug fyrir börnin. 

STAÐSETNING 

Frábær staðsetning í hjarta Ensku strandarinnar og stutt er í alla þjónustu, verslunarmiðstöðvar og ströndina. Enska ströndin er þekkt fyrir fjörugt næturlíf og iðandi mannlíf en þar er að finna ótal veitingastaði, bari og verslanir. Frá hótelinu eru 50 m í strætóstoppistöð, 100 m í Yumbó verslunarmiðstöðina(sem er sérstaklega skemmtileg að næturlagi) og 800 m í strönd. 

AÐBÚNAÐUR Á BUNGALOWS CORDIAL BIARRITZ 

Smáhýsi

Verönd 

Eldhús 

Eitt eða tvö svefnherbergi

Svefnsófi 

Baðherbergi 

Frítt internet

Sólbekkir 

Útisundlaug 

Leikvöllur 

Tennisvöllur 

Mini-golf 

Bílastæði

Skemmtidagskrá

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Avda. de Bon 18, 35100 Playa del Ingles, Gran Canaria,

Kort