Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Puerto Rico

Apartmentos Babalu er einföld íbúðagisting í Puerto Rico á Gran Canaría. Íbúðirnar eru einfaldar en vel staðsettar með svölum. Í garðinum er útisundlaug og stutt er í helstu þjónustu. Þetta hótel hentar frekar ungum pörum eða vinum heldur en eldra fólki. 

GISTING 

Íbúðir með einu svefnherbergi sem rúmar tvo fullorðna og tvö börn. Lítill eldhúskrókur með eldunaraðstöðu, stofa með svefnsófa og baðherbergi í öllum herbergjum. 

AÐSTAÐA 

Í garðinum er sundlaug og ágætis aðstaða til sólbaða. Í garðinum er einnig snarlbar og leikvöllur fyrir börnin. Gestir geta keypt aðgang að þráðlausu interneti fyrir ca. 1000 kr sólarhringinn. 

STAÐSETNING 

Öll helsta þjónusta og ströndin í göngufæri.

AÐSTAÐA Á APARTMENTOS BABALU 

Íbúðir 

Baðherbergi 

Svalir 

Svefnsófi 

Eldunaraðstaða

Útisundlaug

Snarlbar

Leikvöllur 

Þráðlaust internet(gegn gjaldi) 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Upplýsingar

Av. de la Cornisa, 15, 35130 Mogán,

Kort