Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Alicante

Plantio hótelið er frábært 4ra stjörnu íbúðahótel byggt við Plantio golfvöllinn. Hótelið er sérstaklega hentugt þar sem að íbúðirnar eru með tveimur svefnherbergjum og henta því bæði pörum sem vilja næði og einstaklingum sem ferðast saman en vilja samt sem áður eigið svefnherbergi. Glæsilegur veitingastaður og sundlaug. 

GISTING 

Íbúðirnar eru smekklega hannaðar og bjartar búnar öllum helstu þægindum til þess að gera dvölina sem notalegasta. Í íbúðunum er fullbúið eldhús, borðstofa, tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi, svalir eða verönd. Þar er einnig að finna þvottavél og þurrkara, sjónvarp og öryggishólf. Íbúðirnar eru staðsettar um 500 metra frá klúbbhúsinu og sjá starfsmenn um að skutla gestum á milli staða. Íbúðirnar eru loftkældar. Athugið að það er ekki hárþurrka í íbúðinni. 

AÐSTAÐA 

Lítil og snyrtileg sundlaug er á hótelinu ásamt sólbaðsaðstöðu. Þar er einnig að finna líkamsræktaraðstöðu og kaffihús. Frítt, þráðlaust internet er á hótelinu. 

VEITINGAR

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður og kaffihús. Á hótelinu er allt innifalið, það merkir að gestir hafa kost á að snæða „morgun-, hádegis-, og kvöldverð á hótelinu og óþarfi að hafa veskið með í för. Athugið að hádegismaturinn fer fram í golfskálanum.

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett við tvo glæsilega golfvelli í um 5 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante. 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið ártíðarbundin.

Upplýsingar

Kort