Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Enska ströndin

Los Caribes 2 er einföld íbúðagisting, með fullbúnum íbúðum og verönd. Gistingin er vel staðsett í um hundrað metra fjarlægð frá ströndinni. 

GISTING 

Íbúðirnar eru einfaldar en bjartar og búnar helstu þægindum til þess að gera dvölina sem notalegasta fyrir gesti. Þar er að finna eitt svefnherbergi sem rúmar tvo, í stofunni er svo svefnsófi. Eldhúsið er vel búið með brauðrist, kaffivél og örbylgjuofni ásamt eldunaraðstöðu.

AÐSTAÐA 

Í garðinum er lítil verönd með sólbaðsaðstöðu og sundlaug. Á þaki hótelsins er einnig að finna sólbaðsaðstöðu. 

STAÐSETNING 

Los Caribes 2 er vel staðsett í um 100 metra fjarlægð frá ströndinni á Ensku ströndinni. Veitingastaðir, verslanir og barir eru í um 5 mínútna fjarlægð frá gistingunni. 

AÐBÚNAÐUR Á LOS CARIBES 

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða 

Íbúðir með einu svefnherbergi

Svefnsófi 

Eldhúskrókur 

Baðherbergi 

Sturta/baðkar 

Örbylgjuofn 

Brauðrist

Ísskápur

ATH  

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar.

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Upplýsingar

Avd de Gran Canaria 4 Playa del Ingles, Canary Islands 35100 Spain

Kort