Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Las Palmas

Design Plus Bex er nýtt 4* hótel en það opnaði í febrúar 2018 og er staðsett í hjarta Las Palmas. Stutt er í allt það helsta, s.s. verslunarmiðstöðvar, söfn og strendur. Hótelið er einnig tilvalið fyrir viðskiptaferðir.

GISTING

Herbergin eru fallega innréttuð í nýtískulegum stíl. Hægt er að velja á milli tvíbýli deluxe en þar allt það helsta, t.d. hárþurrka, sturta, sími, öryggishólf (gegn gjaldi), sjónvarp, frítt wi-fi og minibar (gegn gjaldi). Tvíbýli superior hefur allt það helsta t.d. hárþurrka, sturta, sími, öryggishólf (gegn gjaldi), sjónvarp, frítt wi-fi og minibar (gegn gjaldi). Í þessum herbergjum er Nespresso kaffivél með daglegri áfyllingu og hægt að fá kokteil daglega á þakbarnum.

AÐSTAÐA

Á þaki hótelsins er bar, setusvæði þar sem hægt er að njóta sín við gott útsýni. Engin sundlaug er til staðar en góð sólbaðsaðstaða á þaki hótelsins. Ströndin er í ca 6 min göngufjarlægð.

AFÞREYING

Hægt er að slaka á á barnum og stutt í alla helstu þjónustu sem Las Palmas býður upp á.

VEITINGASTAÐIR

Einn veitingastaður er á hótelinu en þar er boðið upp á morgunverðarhlaðborð. Tveir barir eru á hótelinu, einn í móttöku og einn á þakinu. 

STAÐSETNING

Hótelið er í höfuðborginni Las Palmas, sutt er í alla þjónustu.

AÐBÚNAÐUR Á DESIGN PLUS BEX

Verönd

 

Sólarverönd

 

Líkamsrækt

 

Veitingastaður (morgunverðarhlaðborð)

 

Bar

 

Sólarhringsmóttaka

 

Tveir barir

 

Lestrar/slökunarsvæði

 

 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Calle Leon y Castillo no 330 35007 Las Palmas Spánn

Kort