Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

St Johann Tyrol

Sport hotel Austria er 4 stjörnu skíðahótel staðsett miðsvæðis í St. Johann Tyrol í Austurríki. Skíðalyftur og bærinn eru í göngufjarlægð frá hótelinu. Á hótelinu má finna innisundlaug, gufu, veitingastað og bar.

Gisting

Í boði eru fjölskylduherbergi, junior svíta, tvíbýli og þríbýli. Öll herbergin eru einföld og hafa baðherbergi, hárþurrku, sjónvarp, síma og öryggishólf

Aðstaða

Innisundlaug, gufa, veitingastaður og bar.

Veitingastaðir

Veitingastaður hótelsins býður upp á bæði heitt og kalt morgunverðarhlaðborð og á kvöldin er boðið upp á 5 rétta máltíðir.

Staðsetning

Hótelið er staðsett miðsvæðis, stutt er að fara í skíðalyfturnar og í miðbæinn.

ATH: Ferðamenn greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. 

Upplýsingar

Winterstellerweg 3, 6380 St. Johann in Tirol, Austurríki

Kort