Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Enska ströndin

Enska ströndin er til margra ára einn vinsælasti áfangstaðurinn á þessum slóðum. Hér iðar allt af lífi og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Líflegir barir, skemmtun, strönd og sól! 

Hotel Gold by Marina er glæsilegt 4ra stjörnu íbúðarhótel staðsett nálægt verslunarmiðstöðinni La Sandia og Yumbo á ensku ströndinni. Hótelið hefur nýlega verið tekið í gegn og er nú hið glæsilegasta. Mjög góður garður með sundlaug, nuddpotti og góðri sólbaðsaðstöðu. Þetta hótel er eingöngu fyrir 18 ára og eldri. Gestir hótelsins hafa gefið því 4 og 1/2 stjörnur á vefnum Trip Advisor. 

GISTING 

Tvíbýli, stúdíó eða svítur. Öll herbergi eru með sjónvarpi, öryggishólfi og loftkælingu. Þar er einnig að finna eldhúskrók. Baðherbergi með baðkari eða sturtu og hárþurrku. Frítt þráðlaust internet er í öllum herbergjum. Þau eru þrifin fimm sinnum í viku og skipt á handklæðum þrisvar í viku. Skipt er á rúmum vikulega. Leiga á öryggishólfi kostar 28 evrur á vikuna. Svalir eða verönd á öllum herbergjum. Möguleiki er á herbergi með góðu aðgengi fyrir hreyfihamlaða, en nauðsynlegt er þá að hafa samband við söluskrifstofu til þess að fá slíkt herbergi staðfest. 

AÐSTAÐA 

Garðurinn er nýtískulegur með stórri, upphitaðri sundlaug og sólbekkjum. Í garðinum er einnig snarlbar. Á hótelinu er líkamsrækt og snyrtistofa með hinum ýmsu fegrunarmeðferðum. 

VEITINGAR 

Á hótelinu er boðið upp á morgunverð í formi hlaðborðs. Þar er einnig sundlaugarbar og snarlbar. 

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett á ensku ströndinni á Kanarí. 200 metrar eru í strönd og 10 metrar í veitingastaði og verslanir. Maspalomas er í 10 km fjarlægð. 

AÐBÚNAÐUR Á GOLD BY MARINA

Tvíbýli/Svítur 

Eldhúskrókur 

Baðherbergi

Svalir/verönd 

Sjónvarp 

Frítt internet

Útisundlaug 

Upphituð laug 

Sólbekkir 

Veitingastaður(morgunverður)

Líkamsrækt 

Snyrtistofa 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  

Upplýsingar

Avda. EE.UU., No 15 E-35100 Playa del Inglés Gran Canaria

Kort