Bókaðu hér
Hvernig ferð viltu?
Veldu áfangastað
Veldu ferð
Hotel Majestic er glæsilegt 4ra stjörnu hótel staðsett við eina af göngugötunum í Madonna og 50 metra frá "5 Laghi" skíðalyftunni. Skemmtilegt kaffihús og bar er staðsett á neðstu hæð hótelsins og góður veitingastaður. Íbænum Madonna má finna fjölda frábærra kaffihúsa og veitingastaða.
VISTARVERUR
Herbergin eru hlýleg og vel búin flestum þægindum, m.a. síma og gervihnattasjónvarpi. Flest herbergin eru með litlum svölum. Þráðlaust netsamband er á hótelinu. Hægt er að velja úr tvennskonar herbergjum - standard og superior. Superior herbergin eru nýlega uppgerð.
AÐSTAÐA
Á hótelinu er heilsulind með m.a. gufubaði, tyrknesku baði, nuddpotti og fleiru. Þar er einnig snyrtistofa.
VEITINGAR
Á hótelinu er veitingastaður og bar.
STAÐSETNING
Hótelið er vel staðsett við eina af göngugötum Madonna stutt frá verslunum og veitingastöðum. Spinale skíðalyfta er 200 m frá hóteli og stutt er í skautasvellið.
Tvíbýli
Superior herbergi
Verönd
Heilsulind
Tyrkneskt bað
Gufubað
Nuddpottur
Nudd
Snyrtistofa
Veitingastaður
Bar
Þráðlaust internet
Skíðageymsla
Herbergisþjónusta
Þvottahús
ATHUpplýsingar
Piazza Righi 33
38040 Madonna di Campiglio
Sjá vefsíðu
Kort