Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Enska ströndin

Abora Buenaventura, áður Hótel IFA Buenaventura, er mjög þægilegt og gott 3ja stjörnu hótel á góðum stað á Ensku ströndinni. Stutt er í alla þjónustu, matvörumarkaði, verslanir og veitingahús.

GISTING 

Herbergin eru einstaklega rúmgóð, um 40 m2 og öll með baði, síma, gervihnattarsjónvarpinu og öryggishólfi (gegn gjaldi). Öll herbergi eru með svölum eða verönd og eru garðhúsgögn á svölum. Herbergin eru með tvíbreiðu rúmi og svefnsófa. Gott baðherbergi með hárþurrku. Athugið að ekki er loftkæling á herbergjum. Gestir hafa kost á að bóka herbergi á sjöttu hæð eða ofar, gegn gjaldi. Gestir hafa kost á að leigja lítinn ísskáp gegn gjaldi. 

AÐSTAÐA 

Á hótelinu eru tveir sundlaugagarðar, annar með rólegu yfirbragði fyrir þá sem vilja slaka á í sólinni, hinn er með mikilli dagskrá og er margt og mikið um að vera allan daginn. Mjög góð aðstaða til sólbaða er við báðar sundlaugarnar. Hægt er að leigja handklæði við sundlaugina. 

AFÞREYING 

Á hótelinu eru þrír tennisvellir (gegn gjaldi), körfuboltavöllur (gegn gjaldi), blakvöllur (gegn gjaldi), fjölnotavöllur, borðtennis, billjarðborð (gegn gjaldi), líkamsrækt (gegn gjaldi) og nettengdar tölvur (gegn gjaldi). Tveir golfvellir eru í næsta nágrenni við hótelið, minna en 3 km frá hótelinu, Maspalomas Golf og Meloneras Golf. Þá er einnig mikil dagskrá á hótelinu á kvöldin þar sem skemmtikraftar sjá um alla dagskrá.

VEITINGAR

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, annar hlaðborðsstaður og hinn hefðbundinn à la carte. Auk þess eru nokkrir barir og tveir sundlaugarbarir. Við innritun fá gestir hótellykil sem hægt er að nota sem greiðslukort á meðan dvölinni stendur. Greitt er inná lykilinn í gestamóttöku og því óþarfi að vera með of mikið reiðurfé í vösum. 

FYRIR BÖRNIN

Góð aðstaða fyrir börn, barnalaug og leikvöllur.

STAÐSETNING 

Hótelið er á góðum stað á Ensku ströndinni. Stutt er niður á strönd og einungis 300 metrar eru í verslunarkjarna. Hótel sem hentar fjölskyldunni vel. 

AÐBÚNAÐUR Á Abora BUENAVENTURA 

2 sundlaugargarðar

Sólbekkir 

Barnalaug 

Leikvöllur 

Tennisvöllur 

Borðtennisvöllur 

Líkamsrækt 

Snarlbar 

Veitingastaður (hlaðborð)

Veitingastaður (à la carte

Hárgreiðslustofa

Barnadagskrá 

Svalir eða verönd 

Tvíbreytt rúm auk svefnsófa í svefnherbergi

Baðherbergi með baðkari/sturtu

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

C. Gánigo, Plaza de Ansite s/n, 35100 Playa Del Ingles

Kort