Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Gautarborgarleikarnir í Frjálsum

Frjálsar í Gautaborg 28. júní – 5. júlí 2017

 

Mótið er haldið í Gautaborg, sem er mikil sumarborg með miklum afþreyingarmöguleikum. Skemmtileg borg með mjög góðu samgöngukerfi. Í borginni er Liseberg tívólígarðurinn ásamt fleiru svo sem Paddan síkjabátunum.

Almennt um ferðina

Úrval Útsýn er eins og undanfarin ár með ferð á Gautaborgarleikana. Hjálmur Sigurðsson heitinn ásamt Úrval Útsýn var brautryðjandi í skipulögðum ferðum íslenskra frjálsíþróttafélaga á þetta frábæra mót. Hjálmur var mikill eldhugi í frjálsíþróttahreyfingunni og hafði mikla trú á framtíð þessa móts. Hann hafði rétt fyrir sér. Í dag eru Gautaborgarleikarnir stærsta frjálsíþóttamót í Skandinavíu með yfir 3500 þátttakendur frá 20 löndum.

 

MÓTIÐ SJÁLFT

Mótið sjálft fer fram á Ullevi Arena, hinum glæsilega leikvangi Gotverja, í miðborg Gautaborgar. Völlurinn er hinn glæsilegasti og mótið glæsilegt í alla staði. Mótið hefst á föstudeginum 30. júní og lýkur á sunnudeginum 2.júlí.

 

 

GISTING 

Scandic Europa Bar Stage Scandic Europa Room Standard (1)

 

Mikilvægt að krakkarnir fái góðan svefn.  Scandic Europe er glæsilegt hótel í miðborg Gautaborgar.  Um 1 km labb er á völlinn og nokkra mínútna ferð í sporvagni, kjósi menn það heldur.  Hótelið er alveg við helsta verslunarmoll borgarinnar Nordstan, ef það vill svo ólíklega til að einhver þurfi að versla.  Gist er í 3ja manna herbergjum, lífrænn morgunverður er innifalinn svo og frítt internet einnig.

Á hótelinu er líkamsræktarstöð og innilaug.  Það tekur svo um 5 mínútur að fara frá hóteli á stoppistöðina við Liseberg skemmtigarðinn í miðborginni nú eða í sundlaugina við Valhalla.

https://www.scandichotels.com/hotels/sweden/gothenburg/scandic-europa

 

 

Afþreying

Í Gautaborg eru ótal afþreyingarmöguleikar. Paddan bátarnir um síki borgarinnar eru mjög vinsælir. Í borginni eru göngugötur með kaffihúsum, veitingastöðum og öllum helstu verslunum. Liseberg tívolígarðurinn frábæri er í miðborginni og frítt er fyrir þátttakendur inn í garðinn, en athugið að það verður að greiða sérstakelga í tækin. Hægt að kaupa dagpassa eða greiða í hvert tæki fyrir sig.

 

Screen Shot 2016 11 07 At 140101

 

 

FERÐATILHÖGUN

Flogið með Icelandair til Kaupmannahafnar og svo er farið með rútu tl/frá Gautaborg. Farið er út á miðvikudegi og heim viku síðar.  Lliðin skrá sig sjálf í keppnisgreinar á heimasíðu mótsins og greiða mótsgjöld sjálf.  Innifalið í skráningargjaldinu er aðgangur að Liseberg.  Við ráðleggjum  liðunum að kaupa hópamiða í hið þægilega samgöngukerfi ( Sporvagnar og strætisvagnar) þegar út er komið.  Þar er hægt að kaupa miða sem gildir fyrir 1 fullorðinn og 2-3 krakka. Yfirleitt gilda þeir í 3 daga þannig ða það þarf að kaupa 2 skammta. En nánar má finna allar uppl á : http://www.vasttrafik.se/

 

VERÐ FRÁ KR. 129.900

INNIFALIÐ Í VERÐI FERÐAR

 

  • Flug og flugvallarakstur.
  • Rúta til/frá Kaupmannahöfn
  • Gisting í viku Scandic Europa - 3ja manna herbergi.
  • Morgunverður á hóteli.

 

NÁNARI UPPLÝSINGAR UU.IS EÐA Í SÍMA 585 4000