Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Knattspyrnuskóli ÚÚ & AskLuka 2017

 

Úrval Útsýn í samstarfi við AskLuka býður uppá

íslenskan fótboltaskóla á Spáni undir nafninu:

„Æft eins og atvinnumaður“ 9. - 17. júní.  

   - Tilvalin fermingargjöf!

Mikil ánægja var með fótboltaskóla Úrvals Útsýnar sumarið 2016 og voru krakkarnir sérstaklega ánægðir með að hafa reynslumikla íslenska þjálfara.

Fótboltaskólinnn 2017
Að þessu sinni fljúgum við til Alicante og verðum með aðstöðu á Oliva Nova svæðinu sem er í Valencia héraðinu rúmlega klukkutíma akstur frá flugvellinum í Alicante.
 
Þjálfarar
Þjálfarateymið er einstakt - fyrrverandi landsliðsmenn og reynslumiklir þjálfarar. Það þarf vart að kynna fótboltamanninn Guðmund Benediktsson - Gumma Ben hinn heimsfræga íþróttafréttamann, fyrrum landsliðsmann í knattspyrnu og fyrrum þjálfara meistarflokks Breiðabliks.  Kristbjörg Ingadóttir íþróttafræðingur, fyrrverandi landsliðskona, aðstoðarþjálfari meistarflokks kvenna hjá Fylki. Að lokum er það skólastjórinn sjálfur, Luka Kostic sem er fyrrverandi þjálfari U17 og U21 landsliðanna.

Dagskrá
Þjálfararnir munu aðstoða unga knattspyrnuiðkendur við að ná framförum í fótboltanum og upplifa ógleymanlega viku. Fyrirlestrar um tækni, matarræði, leið til velgengni og fleira verður á dagskránni ásamt ferðum í skemmtigarðana Aqualandia og Terra Mitica. Æft verður á frábærum fótboltavöllum á Oliva Nova, völlum sem lið Barcelona, Valencia, Þýska kvennalandslið og fleiri atvinnumanna klúbbar hafa æft á.

Eins og Gummi Ben segir “JÁJÁJÁJÁ” allir 12-15 ára gamlir knattspyrnuiðkendur stelpur og strákar, þið eru velkomin með okkur til Spánar.


Verð á mann: 199.900 kr. 

Mikið Innifalið:

 • Reynslumiklir íslenskir þjálfarar
 • Gestaþjálfarar frá FC Valencia & Levante
 • Hnitmiðaðar fótboltaæfingar í 7 daga
 • Gisting á nýju íbúðahóteli í 7 nætur
 • Fullt fæði í 7 daga
 • Aðgangsmiðar og akstur í vatnagarð - Aqualandia
 • Aðgangsmiðar og akstur í tívolí - Terra Mitica
 • Flug og flugvallaskattar  
 • 2 x þvottur (íþróttaföt)
 • 20 kg taska og handfarangur
 • Akstur til og frá flugvelli erlendis
 • Akstur á æfingar og vatn á æfingum
 • Frítt Wi-Fi

Las Dunas Apartments, Las Dunas - Íbúð fyrir 4.