Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Thailand | 2. - 15. nóvember | 2017

Thailand

13 daga ferð á framandi slóðir, sem hentar fjölskyldum með börn. Strandbærinn Hua Hin í 8 nætur og höfuðborgin Bangkok í 3 nætur. Barnvænt hótel, stutt í vatnsleikjagarð og aðra skemmtun. Verð frá 299.900 kr. á mann – tilvalið fyrir fjölskyldur!

Í ferðinni verður dvalið í 8 nætur í strandbænum Hua Hin og 3 nætur í hinni mögnuðu höfuðborg Thailands Bangkok. Gist verður á lúxushótelum á báðum stöðum. Íslensk fararstjórn allan tímann!

Meðan á dvölinni stendur geta farþegar notið lífsins á sinn hátt, hvort sem það er í sólbaði, dekri, skoðunarferðum eða annarri afþreyingu. Hægt er að kíkja í verslanir, á markaði eða njóta lífsins í mat og drykk. Möguleikarnir eru óþrjótandi í Thailandi.

Það verður Íslenskur fararstjóri.

Nýttu þér einstakt tækifæri til að upplifa thailenska menningu og matargerð, njóta frábærra strandhótela, auk þess sem færi gefst á að fara í einstakar skoðunarferðir. Hér er þitt austurlenska ævintýri - komdu með okkur til Thailands!


Hua Hin

Hua Hin er strandbær rúmlega 200 km suður af Bangkok. Strandlengjan er mjó og töluvert af stórum steinum sem liggja á henni. Þar af leiðandi fékk bærinn nafnið Hua Hin sem merkir steinaröð. Eftir að konungurinn Rama VII reisti sér sumarhöll við ströndina 1928 fóru almennir borgarar að venja komur sínar þangað og vinsældir staðarins jukust. Í dag er Hua Hin vinsælasti sumardvalastaður heimamanna. Bærinn sameinar sjarma gamla fiskimannabæjarins og nútímalega ferðamannaaðstöðu með hótelum, veitingastöðum, verslunum, mörkuðum og fleiru. Ströndin er 8 km löng og hótelin teygja sig eftir strandlengjunni. Víða er að finna vatnasport og afþreyingu, einnig eru góðir golfvellir í nágrenninu. Engum á eftir að leiðast í Hua Hin.

Ekki missa af í Hua Hin

 • Næturmarkaðinum í Hua Hin
 • Snorkla á eyjunni Talu
 • Ferðast um á fílsbaki
 • Thailensku nuddi
 • Sam Pan Nam fljótandi markaðinum

Bangkok

Thailand

Höfuðborgin Bangkok hefur uppá ótal margt að bjóða, menningu, skemmtun,verslun auk fjöldann allan af veitingahúsum. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Bangkok er stærsta borg Thailands hún er miðstöð stjórnunar, fjármála, menningar og menntunar þar búa um 9 milljónir manna. Borgin er alþjóðleg, fjölbreytt og heillandi borg þar sem gamlir og nýjir tímar mætast og þróast í allar áttir. Þarna eru gömul Búddahof og fagrar hallir. Chao Pray áin og hin fjölmörgu síki setja svip sinn á borgina, kjörið er að kynna sér fjölbreytnina í borginni með því að fara í bátsferð. Allir verða að kynnast hinum fræga Floating Market sem er skammt fyrir utan borgina, þar er hægt að kaupa allt milli himins og jarðar. Í borginni er fjöldinn allur af mörkuðum og glæsilegum verslunarmiðstöðum. Bangkok er sannarlega spennandi borg.

Ekki missa af í Bangkok

 • Grand Palace og Wat Prakeaw
 • Wat Arun hofinu
 • Kínahverfinu
 • Gamlabænum Wat Pho
 • Damnoen Saduak fljótandi markaðinum

Ferðatilhögun

Thailand

2. til 3. nóvember – Brottför

Flogið er með Icelandair til Kaupmannahafnar kl 08:00. Lending þar er kl 12:00 og haldið áfram með Thai Airways kl 13:50 til Bangkok. Lending að staðartíma í Bangkok er kl 06:20 að morgni næsta dags. Tímamismunur á Íslandi og Bangkok eru 7 klst.

Thailand

3. til 11. nóvember – Átta nætur í strandbænum Hua Hin

Komið er til Bangkok að morgni og tekur íslenskur fararstjóri á móti hópnum. Keyrt verður til Hua Hin, en um 230 km eru til Hua Hin. Gist verður á Amari Hua Hin í 8 nætur (morgunverður innifalinn). Meðan á dvölinni stendur er hægt að njóta lífsins í sólinni, fara í kynnisferðir um nágrennið með fararstjóra, eða gera annað það sem hugurinn girnist. Fararstjóri kynnir þá möguleika sem í boði verða á staðnum. Sameiginlegur kvöldverður verður á hótelinu fyrsta kvöldið. Stutt frá hótelinu er frábær vatnsleikagarður, Vana Nava Hua Hin.

Thailand

11. til 14. nóvember – Þrjár nætur í höfuðborginni Bangkok

Ekið frá Hua Hin til Bangkok, þar sem gist verður i 3 nætur. Gist verður á Anantara Riverside. Innifalið í verði ferðar er kvöldsigling á Chao Phraya ánni, auk hálfsdagsferðar til Wat Po hofsins ásamt blómamarkaðs. Einnig innifalinn er lokakvöldverður á hótelinu.

Thailand

14. til 15. nóvember – Heimför

Dagsins er notið í Bangkok áður en lagt er af stað út á flugvöll rétt undir kvöld. Farið er í loftið kl 00:50 með Thai air til Kaupmannahafnar og lent þar að staðartíma kl 06:35. Flogið er frá Kaupmannahöfn til Íslands með Icelandair kl 13:25 - lent í Keflavík 15. nóvember kl 15:10.


Skoðunarferðir

Vinsamlegast athugið að bóka þarf eftirfarandi skoðunarferðir heima fyrir brottför með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara.

Thailand

6. nóvember, 06:30-19:00 – Kwai áin

Lagt er af stað snemma til Kancanaburi sýslu sem liggur um það bil 130 km norðvestur af Hua Hin og er nálægt landamærum Búrma. Þar byrjum við á að skoða hina frægu brú sem byggð var yfir Kwai ánna af stríðsföngum þegar Tæland var hersetið af Japönum. Við skoðum einnig vel falinn kirkjugarð þar sem hvíla um 9000 hermenn sem létu lífið við að byggja dauðalestina eins og hún var kölluð. Við heimsækjum einnig stríðssafn og ferðumst síðan með lestinni í klukkutíma. Síðan verður boðið upp á local hádegisverð. Keyrt síðan heim á hótel.

Verð: 12.500.- kr á mann

Thailand

8. nóvember, 06:30-18:00 – Paradísareyjan Koh Talu

Lagt er af stað snemma morguns og keyrt í 3 tíma til Bang Saphan Noi sem er lítill fiskibær. Þar gefst smá stund til að slappa af þar til siglt verður með hraðbát til Koh Talu. Báturinn stoppar í flóa á leiðinni og er vatnið þar kristaltært og hægt er að snorkla og synda. Síðan er haldið áfram til Koh Talu þar sem strendurnar eru hvítar með púðursandi. Á ströndinni er hægt að leigja kano og windsurfing búnað fyrir þá sem það vilja. Hádegisverður er á veitingarstað sem byggður hefur verið a stultum út í sjóinn. Koh Talu er eyja í einkaeigu. Frábær dagur ævintýra og upplifana.

Verð: 10.900.- kr á mann

Thailand

10. nóvember, 08:30-16:00 – Sam Roy Yod þjóðgarðurinn

Þjóðgarðurinn er staðsettur 70 km suður af Hua Hin í Phrachuab sýslu. Lagt er af stað snemma morguns og byrjað að keyra á ananas akur þar sem við skoðum framleiðslu og ræktun hans. Síðan er keyrt í lítið fiskiþorp þar sem farið er um borð í bát sem siglir síðan með okkur niður ánna og á haf út þangað til að við komum að Paradise beach þar sem dvalið verður það sem eftir er ferðar. Frá ströndinni er boðið upp á fjallgöngu upp að hinum stóra fallega Phrya Nakorn helli og er mælt með góðum göngu eða strigaskóm fyrir þá sem þangað ætla. Léttur matur er síðan á ströndinni og hægt að synda og sóla sig þar til siglt er til baka í fiskiþorpið og farið með rútu aftur heim á hótel.

Verð: 8.900.- kr á mann

Thailand

Skoðunarferðir sem hægt er að bóka á staðnum

 • Bæjarferð á hjóli um Hua Hin í Rickshaw (hjól með vagni aftaná)
 • Damner Saduak fljótandi markaðurinn og rósagarðurinn
 • Ferð á fílabaki
 • Pala U fossinn og regnskógurinn
 • Konunglega Petchaburi sumarhöllin

Verð

Frá 299.900,— kr. á mann, mv. 2 fullorðna og 1 barn

Innifalið í verði

 • Flug og flugvallaskattar frá Íslandi til Thailands
 • Gisting í Hua Hin í 9 nætur á lúxushóteli
 • Gisting í Bankgkok í 3 nætur á lúxushóteli
 • 11 x morgunverður
 • 2 x kvöldverður
 • Akstur frá flugvelli að hóteli í Hua Hin
 • Akstur frá hóteli í Hua Hin til Bangkok
 • Akstur frá Bangkok að flugvelli
 • Skoðunarferðir samkvæmt ferðalýsingu ( 2 ferðir í Bangkok )
 • Enskumælandi staðarleiðsögumaður
 • Íslenskur fararstjóri

Ekki innifalið í verði

 • Máltíðir sem ekki eru nefndar
 • Drykkir með mat
 • Valfrjálsar kynnisferðir
 • Þjórfé
 • Annað sem ekki er tilgreint undir innifalið

Gott að vita – Vegabréf og bólusetningar

 • Íslenskir ríkisborgarar þurfa ekki vegabréfsáritun fyrir ferðir til Taílands sem vara 30 daga eða skemur, en gilt vegabréf er nauðsynlegt. Mikilvægt er að gildistími vegabréfs nái sex mánuði fram yfir áætlaða heimkomu. Gott ráð er að hafa ljósrit af fyrstu síðum vegabréfs með í för.
 • Upplýsingar um bólusetningar má fá á heilsugæslustöðvum en gagnlegar leiðbeiningar er að finna á heimasíðu Landlæknisembættisins. Það er á ábyrgð farþega sjálfra að sjá til þess að með í för sé gilt vegabréf, nauðsynlegar vegabréfsáritanir og bólusetningarvottorð.
 • Tímamunur: Þegar klukkan er 12 á hádegi á Íslandi, er hún sjö að kvöldi sama dags í Bangkok.

Almennt

 • Lágmarksþátttaka í ferðina er 20 manns.
 • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
 • Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar.
 • Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við útgáfuaðila kortsins eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála.
 • Verð ferðar miðast við gengi og flugvallaskatta janúar 2017 og er háð almennum gengisbreytingum.
 • Úrval-Útsýn er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is) og því gilda almennir skilmálar samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar.

Gistingar - Hua Hin & Bangkok, Bangkok. Deluxe herbergi með sundlaugarsýn