Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Zumba og Jóga / Albír | 13. - 20. júní | 2017 - UPPSELT

 

Zumba

Ferðirnar með Theu og Jóa hafa verið mjög vinsælar. Ferðin seldist upp í fyrra og þeir sem fóru voru yfir sig hrifnir. Verð frá 169.900 kr á mann, tilvalið fyrir systur og mæðgur!


Umsagnir farþega

Zumba

„Þetta er búið að vera yndisleg ferð. Höfum aldrei farið í Zumba og jóga áður en ákváðum að skella okkur samt og sjáum sko ekki eftir því. Þvílík skemmtun, yndislegt fólk með okkur í ferðinni og ekki skemmir að Jói og Thea eru með. Takk kærlega fyrir okkur :-)“ - Sigríður Heiða Sigurðardóttir

„Ferðin var ákveðin og keypt á 15 mínútum . Að vera með mömmu sinni og systrum að rækta líkama og sál er algjörlega ómetanlegt og að gera það með Jóa og Theu á Albir er líklega best í heimi.“ - Kolbrún Halldórsdóttir

„Yndisleg ferð í alla staði, ekki vissi ég að það væri svona sjúklega gaman í Zumba og afslappandi að fara í jóga. Geggjaðir kennarar og frábær hópur.“ - Eva Rún Barðadóttir

 

Systurnar Elfa og Gunnhildur Hreinsdætur fóru saman vorið 2013 og Elfa dreif sig aftur ári síðar með manninum sínum. Í myndbandinu hér fyrir neðan segja þær systur frá ferðinni.

Jói og Thea

 

Námskeiðið leiða hjónin Theodóra Sæmundsdóttir jógakennari og Jóhann Örn Ólafsson danskennari, en þau hafa farið með fjölmargar Ný&Betri dansferðir til Albír á Spáni.Jói og Thea eiga og reka Danssmiðjuna og hafa kennt pörum og einstaklingum að dansa í áraraðir.

Jói og Thea hafa margra ára reynslu af farastjórn á Spáni og þessi ferð er sú fimmta með Zumba og Jóga en einnig hafa þau farið með hópa í Línudans og Jóga og samkvæmisdansa.


Ferðatilhögun

Zumba

Athugið að dagskrá getur breyst.

13. júní

Ferðalag frá Íslandi til Alicante. Áætlaður brottfarartími er kl 17:10. Rútuferð frá Alicante flugvelli til Albir u.þ.b. 1 klst. Fararstjórar Úrval Útsýn taka á móti okkur í Alicante og veita ýmsar upplýsingar í rútunni.

Zumba

14. júní

08.00 - 10:30 Morgunmatur
10:00 - 11:00 Hist í lobbý-samvera og kynning
11:00 - 12:30 Zumba og jóga
12:30 - 17:00 Frjáls tími
17:00 - 18:00 Gönguferð

Zumba

15. júní

08:00 - 09:15 Jóga með Theu á ströndinni
09:30 - 10:30 Morgunverður
10:30 - 12:00 Markaður
12:15 - 13:00 Hamingja og gleði
13:00 - 14:00 Zumba

Zumba

16. júní

08.00 - 10:00 Morgunverður
10:00 - 13:00 Ganga og jóga - Serra Gelada Nature Park

Zumba

17. júní

08:00 - 09:15 Jóga með Theu á ströndinni
09:15 - 10:30 Morgunverður
11:00 - 12:30 Zumba

Zumba

18. júní

08:00 - 09:15 Jóga með Theu á ströndinni
09:15 - 10:30 Morgunverður
10:30 - 12:00 Markaður
17:00 - 18:00 Zumba
20:00 - 23:00 Lokahóf + Kvöldverður á veitingahúsi (kostar aukalega)

Zumba

19. júní

Frjáls dagur.

20. - 21. júní

Hótelherbergi tæmd og skilað skv. reglum hótelsins. Brottför með rútu út á flugvöll eftir kvöldmat, áætlaður brottfarartími flugvélar er kl 00:45 eftir miðnætti aðfaranótt 21.júní.

Verð

Frá 169.900,- kr. á mann

Innifalið í verði

 • Flug og flugvallaskattar
 • Gisting á fjögurra stjörnu hóteli í 7 nætur með hálfu fæði
 • Zumba og jóga
 • Akstur til og frá flugvelli
 • Íslensk fararstjórn

Ekki innifalið í verði

 • Máltíðir sem eru ekki nefndar
 • Valfrjálsar ferðir
 • Þjórfé og annað sem er ekki tilgreint undir innifalið.

Almennt

 • Lágmarksþátttaka í ferðina er 20 manns.
 • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
 • Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar.
 • Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við útgáfuaðila kortsins eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála.
 • Verð ferðar miðast við gengi og flugvallaskatta janúar 2017 og er háð almennum gengisbreytingum.
 • Úrval-Útsýn er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is) og því gilda almennir skilmálar samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar.

Albir Playa, Albir Playa. Einbýli. Zumba og Jóga