Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Fljótasigling AmaWaterways á sértilboði:

 

Amafrance0

  

Bestu hliðar Frakklands í júlí

Taste of Bordeaux er einstæð fljótasigling frá Bordeaux í Frakklandi. Þessi magnaða ferð hefst í París þar sem gist verður fyrstu og síðustu nóttina á 5 stjörnu hóteli og ferðast með TGV-hraðlestinni milli Parísar og Bordeaux. Siglingin hefst í Bordeaux, höfuðstað Aquitanie-héraðs  í Frakklandi og örugglega höfuðborgar vínræktar á heimsvísu. Á leið okkar um borð í glæsifleyinu AmaDolce  um Garonne-fljót og árósa hennar  sækjum við heim tilkomumiklar hallir og kastala, blómlegar vínþrúguekrur og náttúrufegurð sem lætur engan ósnortinn. Lagt verður við ómótstæðilega bæi á borð við Cadillac, Bourg og Libourne og þátttakendur bergja á fínustu vínum þessa rómaða vínræktarhéraðs. Um borð i fljótasnekkjunni AmaDoce  er innifalið fullt lúxusfæði, allir drykkir og fjöldi ókeypis skoðunarferða í fylgd sérfróðra fararstjóra. Úrval Útsýn bókar flug til Parísar eftir óskum.

Í boði eru ferðir fyrir og eftir siglinguna:

Fyrir siglingu (pre-tour): 2 nætur í París með skoðunarferðum og uppákomum (3.-5. júlí).

Eftir siglingu (post-tour): 3 nætur um hinn gullfallega og sögulega Loire-dal (12.-15. júlí).

Nánari ferðalýsingu á Taste of Bordeaux má sjá á ferð okkar 30. maí - 8. júní

 

 


Tilboðsverð  

Herbergistegund / AmaDolce   Verð á mann í tvíbýli   Einbýli

E - Gluggar

399.900 kr.

534.900 kr.

D - Gluggar

409.900 kr.

584.900 kr.

C - Franskar svalir

469.900 kr.

644.900 kr.

B - Franskar svalir

489.900 kr.

664.900 kr.

A - Franskar svalir

489.900 kr.

674.800 kr.

A+ - Franskar svalir

554.900 kr.

964.900 kr.

Svíta - Franskar svalir

569.900 kr.

989.900 kr.


Innifalið í verði: Ferð frá flugvelli í París (CDG) að Intercontinental eða sambærilegu hóteli þar sem gist verður eina nótt, ferð frá hótelinu að lestarstöð í París, hraðlest (TVG) til Bordeaux, ferð frá lestarstöð til AmaDolce-fjótasnekkjunnar, 7 daga sigling um Garonne-fljótið með fullu fæði og öllum drykkjum (ekki sterkum vínum)  og fjölda ókeypis skoðunarferða, ferð frá skipi til lestarstöðvar, hraðlest til baka til Parísar, ein nótt á Intercontinental eða sambærilegu hótei og ferð frá hóteli upp á flugvöll (CDG).


Nánari upplýsingar á söluskrifstofu Úrvals Útsýnar, s. 585-4000, eða tomas@uu.is.