Úrval-Útsýn er í samstarf við, og fengið einkaleyfi á Íslandi, fyrir AmaWaterways sem er eitt fremsta fljóta-siglingafyrirtæki heims. Fyrirtækið hefur yfir að ráða hátt í 20 fljótasnekkjum sem allar teljast til lúxusflokks og sífellt bætast ný fley í hópinn. AmaWaterways var stofnað árið 2002 og er enn í eigu stofnendanna, Rudi Schreiner og Kristin Carst, sem eru marg heiðruð fyrir störf sín. Nýverið valdi ferðaútgáfan Berlitz bestu evrópusku fljótaskipin þar sem tekið var mið af gistiaðstöðu, matseld, þjónustu og nokkrum öðrum þáttum um borð. Það kom engum á óvart að af 310 fleyjum voru fljótaskip AmaWaterways í efstu sætum.

Safaríkar ferðaslóðir

Megin siglingaleiðir AmaWaterways liggja um evrópsk stórfljót (17 fljótasnekkjur) á borð við Rín og Dóná, Mósel og Main í Þýskalandi, Signu, Garonne, Rón og Dordogne í Frakklandi og Douro i Portúgal. En AmaWaterways koma víðar við í veröldinni og sífellt bætast ný stórfljót í hópinn. Í Suður-Afríku er siglt um fljótið Chobe sem að mestu liggur innan landamæra Botsvana, og í Víetnam er siglt upp hið sögufræga fljót Mekong alla leið inn í Kambódu. Og AmaWaterways færir sífellt út kvíarnar og kynna nýjar slóðir. Í bígerð er útgerð lúxussnekkja í Myanmar (Búrma) og á Indlandi.

Lúxus fljótaskip

Það er ekki á kot vísað, þegar glæsifley AmaWaterways eru annars vegar. Snekkjurnar taka yfirleitt á annað hundrað farþega og hér er um sannkallaðan lúxusaðbúnað að ræða. Nærri allt er innifalið: Matur, drykkir með mat, heilsurækt, ýmiskonar meðferðir og allar skoðunarferðir á viðkomustöðum. Meira að segja geta farþegar í Evrópusiglingum fengið lánuð reiðhjól til að hjóla um nágrennið. Mikið er lagt í matseld en yfirmatsveinn í Evrópusiglingum er þrefaldur sigurvegari í evrópsku kokkakeppninni (European Championship of Culinary Art) og farþegar fá allir samtímis sæti í matsalnum.

Flottir klefar og afslöppuð stemmning

Klefar um borð eru aðeins misjafnir eftir aldri skipanna en allir eru þeir afar vel búnir, viðhaldi er við brugðið og aðstaðan til fyrirmyndar. All flestum klefum fylgja stórir gluggar og sumum þeirra fylgja svalir. Þá er í klefunum rúmgott baðherbergi með sturtu og baðkari, Apple-tölva (frí nettenging/Wifi), sjónvarp með fjölmörgum stöðvum og sími (innanskips og út fyrir nema í Afríku og Víetnam), hárþurrka og fleiri þarfaþing á borð við baðsloppa og inniskó. Bragurinn um borð er á rólegri nótum en á stórum skemmtiferðaskipum, farþegar blanda meira geði, en formlegt tungumál um borð er enska.


Viltu bóka ferð?
Til að bóka ferð skaltu hafa samband
í síma 585 4000 eða í info@urvalutsyn.is

Ekki það sem þú ert að leita að?

Skoðaðu úrvalið í bókunarvélinni okkar hér til hliðar: veldu þá tegund ferðar sem þú ert að leitast eftir, hvenær þú vilt fara og fyrir hversu marga.


Ertu í netklúbbnum?

Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu tilboðin sent beint í pósthólfið þitt.

Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?