Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Sigling / Austur-Karibahaf | 20. október - 1. nóvember | 2017 2 sæti laus

 

Karabí!

Úrval Útsýn býður upp á siglingu með Oasis of the Seas, eitt af stærstu farþegaskipum heims. Fljótandi 5 stjörnu hótel sem undirstrikar að skemmtisiglingar eru ævintýri og upplifun sem seint gleymist.

Skipið var sjósett í nóvember 2009 og er stærsta skipið í flota Royal Caribbean ásamt Allure of the Seas og Harmony of the Seas. Aðstaðan um borð er glæsileg og þar er fjöldi veitingastaða og skemmtistaða, leiksýningar og skemmtanir eru hvarvetna um borð.

Í þessari ferð verður siglt um Austu-Karíbahaf og komið við Philipsburg St. Martin síðan er komið við í San Juan Puero Rico og Labadee Haiti, áður en haldið er aftur til Port Canaveral. Dvalið er á Hamton Inn Coco Beach tvær nætur fyrir siglingu og 3 nætur eftir siglingu á The Florida Mall hótelið.

Sr. Hjálmar Jónsson,
fararstjóri

Sr. Hjálmar Jónsson, fararstjóri, er kunnur landsmönnum en hann er dómkirkjuprestur og fyrrverandi þingmaður. Hann hefur verið fulltrúi á Evrópuráðsþinginu og einnig í Norðurlandaráði. Hann er snjall hagyrðingur og hefur mikinn hug á kveðskap. Einnig hefur hann mikinn áhuga á ferðalögum, kynnast nýjum aðstæðum, löndum og fólki. Sr. Hjálmar hefur oft ferðast til Afríku, einkum sunnan Sahara.

Karíbahafið er dásamlegur leikvöllur fyrir köfun og sund, sólböð og afslöppun, verslunarferðir og golf. Við verðum umkringd drifhvítum ströndum, blágrænu hafi og fegurstu eyjum heims.


Ótrúleg afþreying um borð!

Þetta glæsilega skip er búið nær öllu sem hugurinn girnist, enda 360 metrar á lengd og með rými fyrir 6.300 farþega. Barir, veitingahús, leiksýningar og skemmtanir eru hvarvetna í boði, ásamt ævintýralegu sundlaugasvæði.

Sörfa

Skipafélagið Royal Caribbean

Royal Caribbean Cruises er eitt stærsta skipafélagið, og hafa hundruð Íslendinga upplifað drauminn. RCCL er með 25 glæsiskip í sínum flota og á hverju ári er nýju skipi hleypt af stokkunum. Meðal skipa í flota félagsins eru stærstu skemmtiferðaskip í heimi. Þjónusta og allur aðbúnaður er fyrsta flokks í skemmtiferðaskipunum sem sigla um öll heimsins höf, þar á meðal Karíbahafið, Miðjarðarhafið, Suður-Ameríku og Asíu.


Ferðatilhögun

Strönd

20. október – Orlando

Flogið frá Keflavík kl. 17:10 til Orlando með Icelandair lent í Orlando á International flugvelli (MCO) kl. 20:55 þaðan er ekið að Hamton Inn á Coco Beach þar sem gist er í 2 nætur.

21. október – Coco Beach

Frjáls dagur um að gera að njóta lífsins á hótelinu eða á ströndinni.

22. október – Sigling

Farið verður frá hótelinu um hádegið um borð í Oasis of the Seas sem lyftir upp akkerum kl 16:30.

23. - 24. október – Á siglingu

Svifið á öldum Karíbahafsins og tilvalið að njóta allra þeirra dásemda, sem skipið hefur upp á bjóða. Daginn má nota til hvíldar og sólbaða. Gott er að nýta tímann til að læra að rata um skipið. Einnig er hægt að fara í heilsu- eða líkamsrækt. Á meðan við látum okkur líða vel á einn eða annan hátt, undirbúa matreiðslumenn 5 rétta veislumat sem bíður okkar ásamt uppáklæddum þjónum þegar við göngum í veislusalinn.

Philipsburg

25. október – Philipsburg, St. Maarten

Komið til Philippsburg, St. Maarten að morgni. Þessi hitabeltiseyjur i norðausturhluta Karíbahafs var skipt jafnt á milli Frakka og Hollendinga árið 1648. Suðurhluti eyjunnar þar sem lagt er að bryggju tilheyrir hollenska hlutanum og er það sýnilegt í umhverfinu. Norðurhluti eyjunnar tilheyrir Frakklandi. St. Maarten er minnsta byggða eyja sem skiptist á milli landa. Á eyjunni búa rúmlega 74 þúsund manns. Haldið úr höfn kl. 17:00.

26. október – San Juan, Puerto Rico

San Juan á Puerto Rico sem er ein af stærstu eyjum í Austur Karíbahafinu og skartar hún miklu landslagi, hvítar strendurnar, fjöllin og miklir regnskógar. Haldið úr höfn kl.15:00.

27. október – Labadee, Haiti

Enn er komið á nýjan stað nú er það þorpið Labadee á Haiti. Einungis farþegar Royal Caribbean skipafélagsins komast á þessa fallegu eyju sem hefur að geyma bestu strendur Karíbahafsins.

28. október – Á siglingu

Silgt áleiðis til Port Canaveral nú er um að gera að njóta síðasta dagsins um borð.

Orlando

29. október - 1. nóvember – Orlando

Nú verður gist á The Florida Hotel í Orlando í 3 nætur með morgunverði. Florida Hotel er gott 4ra stjörnu hótel með rúmgóðum herbergjum, ágætis garður með sundlaug og bekkjum er fyrir gesti hótelsins og einnig góð líkamsrækt. Góður Veitingastaður er á hótelinu auk bars þar sem hægt er að fá veitingar allan daginn og fram á kvöld auk 160 verslana sem eru í Florida Mall og er innangengt í Mallið frá hótelinu.

1. nóvember – Brottför

Ekið frá Florida Hotel áleiðis til ( MCO ) flugvallar Brottför kl. 19:00 Lending í Keflavík kl 06:10 næsta dag.

Verð

Í innri klefa: 319.900,- kr. á mann
Í ytri klefa: 358.900,- kr. á mann
Í svalaklefa: 376.900,- kr. á mann

Innifalið í verði

 • Flug til og frá Orlando
 • Gisting á Coco Beach 2 nætur með morgunverði fyrir siglingu
 • Gisting á Florida Hotel 3 nætur með morgunverði eftir siglingu
 • Skemmtisigling með fullu fæði og afþreyingu í 7 nætur
 • Þjórfé um borð í skipinu
 • Allar ferðir milli flugvalla, hótela og skips

Ekki innifalið í verði

 • Skoðunarferðir á áfangastöðum skipsins
 • Áfengir drykkir

Almennt

 • Lágmarksþátttaka í ferðina er 20 manns.
 • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
 • Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar.
 • Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við útgáfuaðila kortsins eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála.
 • Verð ferðar miðast við gengi og flugvallaskatta janúar 2017 og er háð almennum gengisbreytingum

Oasis of the seas, ( I ) Oasis of the seas. Ytri klefi