Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Hero Siglingar

Úrval Útsýn er með samning við Princess Cruises, Royal Caribbean, Celebrity Cruises og Carnival Cruises. En þetta eru stærstu og glæsilegustu skipafélög í heimi. Mörg hundruð Íslendinga hafa ferðast á vegum Úrvals Útsýnar með þessum skipafélögum. Við bjóðum upp á skipulagðar ferðir með íslenskum fararstjórum eða klæðskerasníðum þína draumasiglinu. Er stórafmæli framundan eða sérstakt tilefni sem vert er að halda upp á? Hafðu samband við sölumenn okkar sem geta ráðlagt ykkur og aðstoða við að bóka lúxus siglinguna þína.

Princess Cruises

Princess Cruisess er eitt af betri skipafélögum sem eru á markaðnum í dag í flota þeirra eru 18 skemmtiferðaskip en félagið hefur verið starfandi í tæp 50 ár. Á ári hverju eru þeir með yfir 1 miljón farþega og koma þeir við á 300 áfangastöðum í sex heimsálfum. Þjónustan og aðbúnaðurinn um borð er svo sannarlega í anda Titanic, bara enn glæsilegri. Persónuleg fyrsta flokks þjónsuta og lúsxus. Fjöldinn allur að gourmet veitingastöðum er um borð, kaffihús og barir. Að sigla með Princess Cruises er sannkallað ævintýri og ógleymanleg upplifun.

Hafðu samband við ferðaráðgjafa til að bóka ferð með Princess Cruises

Royal Caribbean

Royal Caribbean Cruises er með 23 skip í sínum flota og er þeim skipt í 6 flokka eftir stærðum. Gert er út á fjölbreytta afþreyingu og að fólk á öllum aldri geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjöldi veitingastaða og bara er um borð, sem bjóða upp á fyrsta flokks gæði í mat og víni. Þjónustan um borð í skipum Royal Caribbean þykir framúrskarandi og aðbúnaður fyrsta flokks. Royal Caribbean er fimm stjörnu fljótandi lúxushótel.

Hafðu samband við ferðaráðgjafa til að bóka ferð með Royal Caribbean

Celebrity Cruises

Skipafélagið Celebrity Cruises var stofnað 1989 með það í huga að bjóða siglingar í hæsta gæðaflokki á sanngjörnu verði. „Það eru litlu hlutirnir sem skipta máli“ er kjörorð skipafélagsins enda hugsað út í hvert smáatriði til að gera ferðina sem ánægjulegasta. Dekrað er við farþegana og gert er mikið úr hágæða mat og topp þjónustu. Celebrity siglingarnar eru á sér staðli og gera ferðina þína ógleymanlega.

Hafðu samband við ferðaráðgjafa til að bóka ferð með Celebrity Cruises

Carnival Cruises

Carnival Cruises er eitt vinsælasta skipafélagið sem siglir í Karabískahafinu enda sérhæfa þeir sig í siglingum þar. Skipin eru yfir 23 talsins og eru siglingarnar frá 3-18 dögum. Mikil skemmtun og fjör er um borð hjá Carnival og ótrúlega mikið af afreyingu í boði. Hjá Carnival Cruises er lagt upp úr að allir í fjölskyldunni hafi eitthvað fyrir stafni og ótalt margt sem hægt er að gera. Vatnrennibrautir, Bíó undir berum himni, minigolf, barna og unglingaklúbbar, leikhús, uppistand, heilsulind, spilavíti og svo ótal margt fleira. Veitingastaðir og fjöldi af börum eru um borð þar sem þjónustan er lífleg og persónuleg. Carnival Cruises hentar sérstaklega vel fyrir þá sem vilja taka alla fjölskylduna með sér í draumasiglingu.

Hafðu samband við ferðaráðgjafa til að bóka ferð með Carnival Cruises