Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Kitzbühel Besta skíðasvæði í heimi*

Skiresort.de sem er stærsti vefur fyrir skíðasvæði í heimi hefur kosið Kitzbühel skíðasvæði besta skíðasvæðið í heimi árin 2013, 2014, 2015, 2016, og 2017. Best Ski Resort in the World. Þetta er einstök viðurkenning og sýnir fram á hversu leiðandi Kitzbühel er og gæðastuðull svæðisins gefur mikla hvatningu fyrir frekari vöxt svæðisins.

Thurn Pass í Kitzbühel er eitt af stærstu skíðasvæðum í Austurríki. Á svæðinu eru 56 togbrautir og lyftuaðstöður umkringdar 179 km af brekkum í næsta nágrenni sem og 40 km af mótuðum utanvega- og torfærubrautum. Sömuleiðis er á svæðinu "3S Cable Car" kláfferjan sem tengir skíðabrautirnar saman og er kláfferjan sú hæsta frá jörðu, í heimi.

St. Johann Tirol

St. Johann er lítill fjallabær sem er staðsettur í miðju Leukental, einstaklega fallegur og sjarmerandi bær.Saga St. Johann er löng en hægt er að rekja upphaf bæjarins alveg aftur til 4. aldar f.kr. Bærinn er mjög vinsæll fyrir ferðamenn sem ætla sér að fara í skíðabrekkurnar í Kitzbühel þar sem skíðasvæðin SkiStar og St. Johann eru staðsett.

Salzburger

Salzburger svæðið er án efa það besta fyrir vetrarskemmtun, svæðið býður upp á endalausa möguleika fyrir skemmtileg skíða- og snjóbretta ævintýri. Hægt er að njóta út í hið óendanlega, endalausra skíðasvæða í mismunandi stærðum sem bíða þess að vera uppgötvuð af áhugafólki um vetraríþróttir.

Streif er frægasta skíðabraut í heimi og Hahnenkamm brautin er brekkan sem allir skíðamenn vilja takast á við.

21 skíðasvæði með einu korti

Salzburg Super Ski Card flytur ánægjuna af skíðum upp á annað stig og gefur mesta fjölbreytni af öllum skíðapössum þó víðar væri leitað. Passinn gefur heimild fyrir yfir 2.750 kílómetrum af fallegum brautum og endalausum möguleikum á að velja skemmtilegar skíðaleiðir. Það er hægt að fjárfesta í mismunandi gerðum af pössum allt frá dagpössum til ákveðinna fjölda daga passa sem og fyrir allt tímabilið. Þá þarf enginn að hafa áhyggjur af veðurspá því það er hægt að ákveða á síðustu stundu hvert förinni skal heitið og velja nýjar skíða- og snjóbrettaleiðir. Mjög auðvelt er svo að færa sig yfir á næsta svæði ef hugurinn leitar að enn öðrum leiðum og áskorunum í brekkunum.

Hentar öllum

St. Johann bær er vel þekktur fyrir gott skíðasvæði og nægan snjó, sem býður upp á eitthvað fyrir alla. SkiStar er staðsett á norður-hluta fjallsins. Þessi hluti er mjög vinsæll hjá fjölskyldum og óreyndari skíðaköppum. Fyrir reyndari skíðakappa, þá er er 3.5 km löng svört skíðabraut með brekku sem fellur niður 1.000 metra og algjörlega mögnuðu útsýni. Stærsta brekkan er Harschbichl sem stendur 1.600 metra yfir sjávarmáli. Fyrir börnin þá er flottur skíðaskóli á svæðinu.

Mikið úrval brauta

Salzburger svæðið skiptist upp í 1.142 km af bláum brautum, 1.307 af rauðum brautum og 301 km af svörtum brautum til að tryggja að allir finni braut við sitt hæfi og samkvæmt sínum áskorunum. Þessi breidd í vali á brautum gerir Salzburger svæðið að paradís fyrir alla þá sem leita að spennandi svæði og skemmtun í snjónum. Salzburg SuperSki kortið var kynnt svo allir gætu upplifað svæðið og það sem það hefði uppá að bjóða á mismunandi getustigi hvers og eins.

Kitzbühler Alps AllStar

Það sem gerir svæðið enn skemmtilegra eru Kitzbühler Alps AllStar skíðapassarnir, sem að sameinast SSSC, sem í heild sinni bjóða upp á 915 kláfferjur, lyftur og 2.750 kílómetra af frábærum brautum og brekkum.

Þetta kort er því fullkomið fyrir skíða- og snjóbrettafólk sem kemur á veturna og heimsækir brekkurnar, með möguleikum á allt frá 1-dags passa upp í 14-daga passa eftir því hversu langt skíðafríið er.


Bókaðu ferð! — Veldu þínar dagsetningar ...


Gistimöguleikar

Hotel Bruggwirt St Johann Tyrol

Mjög gott fjölskyldurekið hótel neðst í St. Johann. Herbergi fyrir allt að 4 fullorðna. 

Lesa meira

Sport Hotel St Johann Tyrol

Sporthótel er frábært 4 stjörnu hótel staðsett 150 metra frá Harschbichlbahn skíðalyftunni.

Lesa meira

Hotel Sporthotel Austria St Johann Tyrol

Sport hotel Austria er 4 stjörnu skíðahótel staðsett miðsvæðis í St. Johann Tyrol í Austurríki. Skíðalyftur og bærinn eru í göngufjarlægð frá hótelinu. Á hótelinu má finna innisundlaug, gufu, veitingastað og bar.

Lesa meira

Hotel Tyrol St Johann Tyrol

Hótel Tyrol er 3 stjörnu hótel staðsett á frábærum stað í miðbænum.

Lesa meira

Hotel Fischer St Johann Tyrol

Hótel Fischer er fallegt 3 stjörnu hótel staðsett í miðbæ St. Johann og aðeins í 5 mínútna göngufjarlægð frá skíðalyftunum.

Lesa meira


Kort af svæðinu


Hagnýtar upplýsingar

Ferðirnar út og heim

Við fljúgum með Icelandair til Munchen og flugið tekur um 4 klst. Útflug kl. 07:20 – 12:05. og heimflug kl. 13:05 - 16:00. Hver farþegi má hafa meðferðis sinn skíðaútbúnað en annars gilda almennar farangursheimildir Icelandair. Aksturstími milli Munchen og St Johann er um 2 klst.

Akstur til og frá flugvelli

Við bjóðum ekki upp á akstur til og frá flugvelli frá Munchen til St. Johann. Við mælum með að fólk taki bílaleigubíl en einnig er hægt að komast á svæðið með, lest, skipulögðum rútuferðum eða leigubíl. Fyrir stærri hópa getum við gert tilboð í einkaakstur.

Aðgengi að svæðinu

St. Johann skíðasvæðið hefur fimm upphafsreiti, sem eru þó allir aðeins fyrir utan bæinn. Hægt er að taka rútu sem fer á morgnanna en einnig er hægt að ganga á svæðin. Á skíðasvæðinu eru yfir 50 veitingastaðir.

Næturlíf

St. Johann hefur góðan orðstír fyrir rólegheit og þægindi. Hægt er að snæða á yfir 50 veitingastöðum. Horn Park er klifurgarður sem er fullkominn staður til að kíkja á eftir góðan dag í brekkunum.

Leigubílar

Eftir skemmtilegan dag í brekkum St. Johann eða Kitzbühel getur fólk tekið leigubíl upp á hótel.

 • A'Taxi St. Johann in Tirol: +43 5352 20607
 • Anton Schreder: +43 664 342 77 68
 • Taxi Schreder: +43 5352 62 550
 • STAR Taxi: +43 676 963 04 05

Nauðsynlegt fyrir fjallferðir

Hjálmur - Sólgleraugu - Skíðagleraugu - Varasalvi - Sólarvörn - Peningar (greiðasölur taka ekki allar greiðslukort) - Farsími - Símanúmer (ef eitthvað skyldi koma upp á, a.m.k.númer fararstjóra, sem er best að setja í minni) - Leiðarlýsing (ef fara á utan alfaraleiða) - Bros

Veitingstaðir í St Johann

Það eru fjölmargir veitingastaðir á svæðinu og brekkunum:

 • Egger's
 • Rockbar
 • Max Pub
 • Top Dog
 • The larch yard
 • Dorfstad'l
 • Treasure Bar
 • Fink's Bar WINE & SPIRITS