Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Selva Val Gardena

Þetta einstaka skíðasvæði er góður áfangastaður fyrir skíðaunnendur. Svæðið, sem er frábærlega staðsett í 25km dalnum Val Gardena við Dolomiti fjöllin í suður Týról er draumur fyrir þá sem vilja mikinn fjölbreytileika og er einkar hentugt fyrir fjölskyldufólk sem og lengri komna.

Svæðið er partur af Dolomiti Superski sem er net af tólf skíðasvæðinum sem er hægt að nota með einungis einum skíðapassa. Selva er hæsti bærinn í dalnum og býður upp á bestu skíðaaðstæðurnar.

Frábært skíðasvæði

Alls eru 175 kílómetrar af brekkum á einu snjómesta skíðasvæði heims sem nýtur 62 daga af sól að meðaltali hvert skíðatímabil og með 79 kláfferjur af nýjustu sort. Svæðið er frábært fyrir alla skíðaáhugamenn og þjónar þörfum byrjenda alveg til þeirra kröfuhörðustu.

Hotel Dolomiti

Hótel Dolomiti er gott 3 stjörnu fjölskylduhótel i miðbæ Ortisei og einungis í 10 mínútna fjarlægð frá bænum Selva. Herbergin eru rúmgóð og innréttuð í hefðbundnum alpastíl með viðar innréttingum og parketi.

Aðstaða

Flest herbergin eru með svalir sem vísa í átt að bænum Ortisei eða til Dolomiti fjalla. Baðherbergin eru vel búin með baði og sturtu. Þráðlaust internet er á almenningssvæðum og geta gestir notað það að endurgjaldslausu.

Veitingar

Á hótelinu er frábært morgunverðarhlaðborð þar sem er hægt að gæða sér á ýmsum veigum. Veitingastaður Dolomiti hótelsins býður upp á ítalska og alþjóðlega rétti.

Skíðaaðstaða

Skíðageymsla er á jarðhæð hótelsins. Einungis eru 5 mínútur í Palmer skíðabrekkurnar frá Hotel Dolomiti.

Flug

Við fljúgum á laugardögum með Icelandair til Verona og flugið tekur um 4 klst. Útflug kl. 07:30 - 12:40. og heimflug kl. 13:30 - 16:55. Hver farþegi má hafa meðferðis sinn skíðaútbúnað en annars gilda almennar farangursheimildir Icelandair. Aksturstími milli Verona og Selva er um 3 klst.


Bókaðu ferð!

Verð frá 177.900 kr á mann í tvíbýli

Innifalið: Flug, flugvallarskattar, 7 nætur gisting á Hotel Dolomiti, flutning á skiðaútbúnaði og hálft fæði.

Dagsetningar í boði: 19. jan - 26. jan, 23. feb - 2. mars, og 2. mars - 9. mars.

Sendu okkur fyrirspurn eða hringdu í okkur í síma 585 4000.


Kort af svæðinu