Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Alicante

 Alicante - Alicante 

  • Flugtími: 4+ 
  • Flugvöllur: Alicante Airport 
  • Sólarstundir: 10+ 
  • Meðalhiti: 18-29 °C
  • Tungumál: spænska
  • Gjaldmiðill: Euro (€)
  • Staðartími: GMT 

VINSÆL HÓTEL HJÁ OKKUR:

Melia Alicante****

 3628 0307Gallery034grjpg

Hotel Castilla Alicante***

 27731 Dsc8145jpg

Plantio Golf Resort****

 28433 33Hotelplantiogolfpiscinajpg

Frábærar golfferðir á Plantio Golf Resort á Alicante

38 Hotelplantiogolf Campogolf

Í golfferðum Úrvals Útsýnar bjóðum við upp á fararstjórn, góða velli og frábæra samveru. Á Plantio Golf Resort er að finna góðan golfvöll, sundlaug og algjör óþarfi er að taka nokkurntíman upp veskið - allt er innifalið. 

HÖFUÐBORG COSTA BLANCA

Borgin Alicante er staðsett í hjarta Costa Blanca héraðsins á Spáni og er hún er höfuðborg héraðsins. Borgin sem iðar af mannlífi er gullfalleg gömul spænsk borg með heillandi miðbæ. Þar ríkir mikil matar- og vínmenning sem endurspeglast vel í þeim fjölda framúrskarandi veitingastaða sem eru á svæðinu.

Í bænum er einnig að finna fjölda áhugaverða safna, sögulegar minjar, skemmtilega markaði að hætti innfæddra og heimsþekktar verslanir. Næturlífið á Alicante er alþekkt og geta skemmtanaþyrstir ferðalangar valið á milli aragrúa af börum, skemmtunum og diskótekum.

Ekki spillir fyrir að við borgina er frábær 7 km löng strönd og eru hótelin okkar staðsett nálægt ströndinni. Ferð til Alicante borgar sameinar því sólar og borgarferð sem inniheldur strandlíf og slökun ásamt því að njóta alls þess er borgin hefur uppá að bjóða.

GAMALL SJARMERANDI BÆR

Svæðið í kringum Alicante hefur verið í byggð í meira en 7000 ár. Sumar af elstu byggðum voru gerðar í hlíðum Mount Benacantil. Kastalinn Santa Barbara stendur í hlíðinni Mount Benacantil í 166 metra hæð. Kastalinn er upprunalega frá 9 öld en hefur verið vel haldið við og endurgerður í aldanna rás. Árið 1965 var kastalinn opnaður almenningi. Hægt er að taka lyftu upp og skoða kastalann og njóta fallegs útsýnis..

FORNMINJAR OG SPENNANDI MARKAÐIR

Í Alicanteborg er hægt að skoða margar fallegar minjar frá tímum máranna. Dómkirkjan í Alicante ( San Nicolas ) er mjög falleg og alveg þess virði að leggja leið sína þangað á meðan á dvölinni stendur. Einnig eru handverksmarkaðir í Alicante og mikið erum götusala rétt við höfnina.

FALLEGAR STRENDUR

Strendurnar eru fallegar og mannlífið mikið. Barir og veitingastaðir eru rétt við ströndina.

VERSLUNARMÖGULEIKAR

Göngugatan ( Rambla ) er með miklu úrvali af verslunum s.s. El Corte Ingles, Zara, H&M ofl. góðar verslanir. Einnig er mikið úrval af veitingastöðum s.s. tapas, spænskir, kínverskir og mexíkanskir staðir.

SKEMMTILEGT SVÆÐI Í KRING

Ef farþegar leigja sér bílaleigubíl þá eru margir fallegir staðir í kringum Alicante sem hægt er að skoða má þar nefna, bæinn Alcoy sem er mjög fallegur. Þar er hátíð mára og kristina haldin ár hvert í apríl. Einnig er bærinn Altea mjög fallegur og alveg þess virði að keyra þangað.

INNIFALIÐ Í SÓLARFERÐUM ÚRVAL ÚTSÝN

Innifalið í verði hjá Úrval Útsýn er flug, gisting, íslensk fararstjórn, flugvallaskattar, 20 kg ferðataska og handfarangur.

  • Á sólarstöðum okkar erum við með íslenska fararstjóra sem eru farþegum okkar innan handar alla ferðina. Þeir eru spænskumælandi, þekkja staðahætti vel og veita í neyð aðstoð gegnum öryggissímanúmer.
  • Einnig bjóða fararstjórar upp á frábærar skoðunarferðir fyrir alla aldurshópa svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi.
  • Akstur til og frá flugvelli erlendis er valkvæð þjónusta. Þeir sem vilja nýta sér aksturinn bóka og fullgreiða þjónustuna hérna heima.

Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á fjölbreyttar ferðir og faglega þjónustu á öllum sviðum, því ferðin þín skiptir okkur miklu máli.

Bókaðu núna og tryggðu þér sæti í sól. Vinsælar gistingar bókasta fyrst!

Bestu verðin til Alicante!

Rauðir Dagar Box

 

Ef gisting sem óskað er eftir er ekki í boði á þeim dögum sem þú vilt - hafðu þá samband við okkur og við óskum eftir henni fyrir þig 585 4000 // Hlíðasmára 19 // info@urvalutsyn.is //