Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Almeria

Draumur fjölskyldunnar! 

 • Flugtími: 4+ 
 • Flugvöllur: Almeria Airport
 • Sólarstundir: 10-12
 • Meðalhiti: 20-27 °C
 • Tungumál: spænska
 • Gjaldmiðill: Euro (€)
 • Staðartími: GMT 

 

VINSÆL HÓTEL Á ALMERÍA

Hotel Mediterraneo Park****

Mediterraneo

 

Hotel Neptuno****

Arena Center

 

Zoraida Park Complex****

Zoraida

 

Arena Center****

Neptuno

Gott að vita...

Cabo de Gata Natural Park

Texas Hollywood Theme Park

Sædýrasafnið í Almería

Mario Park vatnagarður

 

 

Hotel Zoraida Beach Resort

SUMARÁFANGASTAÐUR FJÖLSKYLDUNNAR

Almeria er falleg borg staðsett í Andalúsíu á Spáni. Þessi áfangastaður er draumaáfangasstaður fjölskyldunnar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á þessu fallega, rólega svæði. Á Almería er hagstætt verðlag, sólríkar sandstrendur, ekta spænsk menning og úrval af glæsilegum gistingum. Bókaðu í tíma og tryggðu þér það hótel sem þú vilt vera á! - Þú finnur úrval gistinga og verðdæmi í bókunarvélinni hér að ofan.

Skemmtigarðar:

 • Oasys Mini Hollywood 
 • Mario Park
 • Aquavera
 • Cuevas de Sorbas
 • Roqueras de Mar Aquarium 

Verslun:

 • Grand Plaza Park
 • El Mercado Central de Almeria
 • Markaðirnir í Roquetas de Mar
 • Ofl.

Afþreying:

 • Hjólreiðar
 • Go-kart
 • Góður matur
 • Sól og strönd
 • Vatnagarðarnir
 • Línuskautasvæði

 

FJÖLBREYTT MANNLÍF OG EKTA TAPAS

Sólríkar strendur, hvítkölkuð hús, nautaat, senjórítur og seiðandi flamenco-tónlist. Öll þessi sérkenni spænskrar menningar tilheyra næststærsta héraði Spánar, Andalúsíu. Fyrir utan einstaka veðurblíðu og fallegar strendur er þar að finna fjölbreytt landslag, sterka menningu og elskulegt fólk. Í austurhluta héraðsins og við Miðjarðarhafið stendur borgin Almeria. Borgin á sögu allt aftur til ársins 955 en í dag búa þar 200 þúsund manns. Svæðið allt í kringum Almería er þekkt fyrir hina dæmigerðu tapas-rétti og frábær veitingahús.

FALLEGUR STRANDBÆR

Allt í kringum Almeria er fjöldi lítilla þorpa, hvert með sitt einkenni og sjarma. Í 18 km fjarlægð frá Almería er strandbærinn Roquetas de mar, en þar eru gistingar okkar staðsettar. Strandbærinn er fallegur og margt um að vera fyrir ferðalanga á öllum aldri. Vestanmegin við borgina er stórt verslunarhús, það stærsta í Andalúsíu, Gran Plaza. Alls eru verslanirnar 125 og úrvalið því mikið og fjölbreytt. Þar eru verslanir eins og H&M, Massimo Dutti, Casa, Pull & Bear, Jack & Jones, Zara og Toys R Us. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi en í bænum er nóg um að vera. Þar er m.a. vatnsrennibrautagarður, sædýrasafn, go-kart, línuskautasvæði, falleg smábátahöfn og lítill barnaskemmtigarður. Útimarkaður er svo haldinn alla fimmtudaga. 

ÚRVALS GISTINGAR Á HAGKVÆMU VERÐI

Fjölbreytt úrval gistimöguleika er að finna á svæðinu. Hægt er að velja um þriggja, fjögurra eða fimm stjörnu hótel og hversu mikið fæði á að vera innifalið. Hægt er að velja um morgunmat, hálft fæði (morgun- og kvöldmatur), fullt fæði (morgun, hádegis- og kvöldmatur), allt innifalið (morgun-, hádegis og kvöldmatur, snarl milli mála og drykkir innifaldir í verði) og svo er að sjálfsögðu hægt að sleppa öllu fæði með gistingu. Oft getur þó verið hagkvæmara að taka fæði með gistingunni. Hægt er að gera frábær kjör t.d. á Hótel Mediterraneo Park þar sem allt er innifalið en það er 4 stjörnu hótel frábærlega staðsett hjá ströndinni. Pierre Vacances er tilvalinn kostur fyrir stórar fjölskyldur, það er nýlegt íbúðahótel með tveimur sundlaugum og barnalaug. Íbúðirnar eru með 2 eða 3 svefnherbergjum og staðsettar stutt frá strönd. Við erum með ótal úrvals hótel í boði og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hægt er sjá allt um gistivalmöguleika okkar á Almería hér.

Úrval íbúðagistingar og hótela á verði við allra hæfi

GRANADA - ÓGLEYMANLEG UPPLIFUN

Fyrir þá sem vilja fara í lengri ferðalög er ógleymanlegt að heimsækja Granada, ein þekktasta og mest heimsótta borg Spánar. Granada var höfuðborg Andalúsíu á tímum mára, en arabar réðu yfir Granada í næstum 800 ár eða allt fram á 15. öld. Þeir voru þekktir fyrir mikla snilli í byggingalist og ber þá helst að nefna hina frægu Alhambra höll, helsta aðdráttarafl ferðamanna. Granada er á heimsminjaskrá Unesco og er að margra áliti einn af fallegustu stöðum heims. Fjallgarðurinn Sierra Nevada umkringir borgina. Svæðið í kringum Sierra Nevada er eitt þekktasta skíðasvæði Spánar.

INNIFALIÐ Í SÓLARFERÐUM ÚRVAL ÚTSÝN

Innifalið í verði hjá Úrval Útsýn er flug, gisting, íslensk fararstjórn, flugvallaskattar, 20 kg ferðataska og handfarangur.

 • Á sólarstöðum okkar erum við með íslenska fararstjóra sem eru farþegum okkar innan handar alla ferðina. Þeir eru spænskumælandi, þekkja staðahætti vel og veita í neyð aðstoð gegnum öryggissímanúmer.
 • Einnig bjóða fararstjórar upp á frábærar skoðunarferðir fyrir alla aldurshópa svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi.
 • Akstur til og frá flugvelli erlendis er valkvæð þjónusta. Þeir sem vilja nýta sér aksturinn bóka og fullgreiða þjónustuna hérna heima.

Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á fjölbreyttar ferðir og faglega þjónustu á öllum sviðum, því ferðin þín skiptir okkur miklu máli.

Bókaðu núna og tryggðu þér sæti í sól. Vinsælar gistingar bókasta fyrst!

 

Bestu verðin til Almería!

Rauðir Dagar Box

 

Ef gisting sem óskað er eftir er ekki í boði á þeim dögum sem þú vilt - hafðu þá samband við okkur og við óskum eftir henni fyrir þig 585 4000 // Hlíðasmára 19 // info@urvalutsyn.is //